Mannlíf

Gísli á Uppsölum heimsækir Blönduós og aukasýning á Hvammstanga

Kómedíuleikhúsið sýnir hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum á Blönduósi. Leikurinn var frumsýndur á söguslóðum í Selárdal fyrir mánuði síðan og hefur farið víða síðan við einstaklega góðar viðtökur.
Meira

Kaffi með Nes-listamönnum

Á morgun, laugardaginn 29. október verður opið hús í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd frá klukkan 16 til 18. Þar ætla listamenn október mánaðar að sýna verk sín.
Meira

Listamenn innblásnir af veru sinni á Blönduósi sýna í dag

Í dag verður verður áhugaverð sýning í Textílsetrinu í Kvennaskólanum á Blönduósi sem ber yfirskriftina Meditatice Structure. Þar munu textíllistanemar sem dvalið hafa í Textílsetrinu að undanförnu sýna verk sín. Er íbúum á svæðinu boðið að skoða verkin, sem innblásin eru af dvöl þeirra á staðnum.
Meira

Uppselt á Gísla á Uppsölum

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði hefur að undanförnu farið um landið með einleikinn Gísli á Uppsölum, sem er áhrifamikil sýning um einstakan mann, Gísla Oktavíus Gíslason. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu var Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um þennan vestfirska einbúa.
Meira

Innansveitarkrónika á kosningahelgi

Sönglögin kynna til sögunnar Innansveitarkróniku á kosningahelgi sem ber yfirskriftina Á atkvæðaveiðum. Verður blásið til tveggja skemmtikvölda í tali og tónum þar sem rifjaðar verða upp vísur og gamansögur um frambjóðendur fyrr og nú í bland við perlur úr dægurlagasögunni.
Meira

Stund klámsins

Fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, Með sunnudagskaffinu, heldur áfram á þessu hausti. Næst mun sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir halda fyrirlesturinn „Stund klámsins“. Hún vinnur um þessar mundir að bók um sögu kláms á Íslandi, með sérstakri áherslu á 7. og 8. áratug 20. aldar, en fyrirhugað er að bókin komi út árið 2017.
Meira

Jan og Madeline kvödd með stæl

Þann 14. október s.l. voru haldnir kveðjutónleikar á Sjávarborg á Hvammstanga. Þar voru þau Jan Wölke og Madeline Tsoj kvödd með stæl, en þau dvöldu hér á Íslandi frá vormánuðum og fram í október til þess að vinna að heimildarmynd.
Meira

Í sambúð með Árskóla

Tónlistarskóli Skagafjarðar á Sauðárkróki hefur nú verið fluttur í húsnæði Árskóla. Þar með er allt skólahald í sveitarfélaginu fyrir nemendur á Grunnskólaaldri komið undir eitt þak. Þessu var formlega fagnað á starfsmannafundi í Árskóla í gær, þar sem Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla, bauð Svein Sigurbjörnsson, skólastjóra tónlistarskólans, og hans starfsmenn velkomna í hópinn.
Meira

Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg á menningarkvöldi

Söngvaskáldið Svavar Knútur og rithöfundurinn og söngvaskáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson bjóða Blönduósingum og nærsveitungum til menningarkvölds í Blönduóskirkju með ljóðalestri, sögum og skemmtilegri tónlist, sunnudagskvöldið 23. október næstkomandi.
Meira

Hrútadómar í haustblíðunni

Fjárræktarfélag Fljótamanna stóð fyrir fjárdegi í fjórða sinn síðasta laugardag. Að þessu sinni var hann haldinn að Ökrum í Vestur-Fljótum, hvað Örn Þórarinsson bóndi og netbóksali býr með sauðfé. Það var að vanda fjör í Fljótum ekki spillti veðrið fyrir stemningunni hjá þeim hátt í tvö hundrað gestum sem lögðu leið sína að Ökrum.
Meira