Hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn
Þau Nanna Andrea Jónsdóttir og Guðmundur Kristján Hermundsson ætla að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn, Bjart Snæ en hann fæddir 30. Desember 2012, með Downs-heilkenni og hjartagalla. Hjónin ætla þó ekki að hlaupa fyrir sama félagið.
Hjónin, sem búa á Sauðárkróki með þremur börnum sínum, eru í viðtali á mbl.is þar sem þau segja frá veikindum Bjarts en þau segja hann einstaklega skemmtilegan, með sterkan persónuleika og að hann sé glaður og ákveðinn.
Ónæmiskerfi Bjarts er mjög veikt og leggjast pestir og flensur oft illa í hann en samkvæmt viðtalinu er þó alltaf stutt í brosið hjá drengnum.
Nanna mun hlaupa fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna og Guðmundur hleypur fyrir Félag áhugafólks um Downs-heilkenni.
Nánar má lesa um fjölskylduna á fréttavef Morgunblaðsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.