„Þeir hafa alltaf náð að vinna vel saman“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
13.02.2021
kl. 14.29
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar með meiru, hefur haft í nógu að snúast síðasta árið. Hann er Króksari í húð og hár, fæddur 1972, yngstur þriggja systkina og alinn upp í Suðurgötunni, sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur og Stefáns Guðmundssonar alþingismanns, eða bara Lillu Stebba og Stebba Dýllu eins og þau voru kölluð á Króknum. Knattspyrnuáhuginn var fyrirferðarmikill frá fyrstu tíð og Stefán Vagn fór vanalega um bæinn á sínum yngri árum með markmannshanskana á lofti – í Tindastólsgallanum að sjálfsögðu – og endaði sem aðalmarkvörður hjá Tindastóli.
Meira