Mannlíf

„Þeir hafa alltaf náð að vinna vel saman“

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar með meiru, hefur haft í nógu að snúast síðasta árið. Hann er Króksari í húð og hár, fæddur 1972, yngstur þriggja systkina og alinn upp í Suðurgötunni, sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur og Stefáns Guðmundssonar alþingismanns, eða bara Lillu Stebba og Stebba Dýllu eins og þau voru kölluð á Króknum. Knattspyrnuáhuginn var fyrirferðarmikill frá fyrstu tíð og Stefán Vagn fór vanalega um bæinn á sínum yngri árum með markmannshanskana á lofti – í Tindastólsgallanum að sjálfsögðu – og endaði sem aðalmarkvörður hjá Tindastóli.
Meira

Rennifæri í Stólnum langt fram á kvöld

Það er enginn lurkur í Skagafirði þrátt fyrir smá gadd, bara blíðan með sólgleraugum og öllu tilheyrandi. Skíðaáhugafólk ætti að geta rennt sér í paradísinni á skiðasvæði Tindastóls sem verður opið í dag frá 13-21.
Meira

Nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd stóðu sig með glæsibrag

Í gær afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verðlaun á Bessastöðum í lestrarkeppni grunnskóla en keppnin var á vegum Samróms, samstarfsverkefnis um máltækni sem Almannarómur, Deloitte, Háskólinn í Reykjavík og Nýsköpunarsjóður námsmanna standa að. Höfðaskóla á Skagaströnd lenti í 2. sæti í sínum flokki með 102.535 lesnar setningar og í 3. sæti á landsvísu og var því hópur nemenda mættur á Bessastaði.
Meira

„Frábær fyrirmynd og hverju samfélagi nauðsynlegur“

Húnahornið segir frá því að lesendur miðilsins hafi valið Valdimar Guðmannsson sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2020. Valdimar hefur unnið mikið og óeigingjarna starf fyrir kirkjugarðinn á Blönduósi og verið jákvæður og hvetjandi á margan hátt fyrir samfélagið sitt. Hann hefur meðal annars staðið fyrir vinsælum kótelettukvöldum á Blönduósi, stutt samfélagsverkefni á svæðinu og verið óþreytandi að tala jákvætt um allt sem húnvetnskt er.
Meira

Vanda sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi í gær, þann 1. janúar 2021, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Á meðal þessara fjórtán var Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir leiktor og fyrrverandi knattspyrnumaður, nú búsett í Reykjavík.
Meira

Kosning um Mann ársins 2020 á Norðurlandi vestra er hafin

Feykir stendur fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis gefst kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust tilnefningar um sjö einstaklinga. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur. Kosningin er hafin og lýkur á miðnætti á nýársdag, 1. janúar.
Meira

Badmintondeild stofnuð innan raða Tindastóls

Kannski kemur það einhverjum á óvart að heyra að fleiri íþróttir en körfubolti og fótbolti séu stundaðar á Króknum. Þetta er staðreynd og nú nýverið bættist enn í íþróttaflóruna þegar Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari í badminton stofnaði badmintondeild innan raða Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

Forseti Íslands þakkar matvælaaðstoð Kaupfélags Skagfirðinga

Í kjölfar matargjafa Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfyrirtækja KS til Fjölskylduhjálpar Íslands nú í nóvember, barst Bjarna Maronssyni, stjórnarformanni KS, og Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra, bréf frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, þar sem hann þakkar myndarskap og samhug í aðdraganda jóla. Biður Guðni fyrir þakkir og jólakveðjur til alls starfsfólks kaupfélagsins.
Meira

„Maður fær víst ekki allt sem maður vill“

Nú í vikunni varð ljóst, mörgum til talsverðra vonbrigða, að körfuboltinn hefur verið settur á ís fram yfir áramót og í raun algjörlega útilokað að spá fyrir um hvenær Íslandsmótið hefst á ný. Vonast hafði verið til að leyfi fengist til að hefja æfingar fyrri partinn í desember en KKÍ gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að ekki yrði keppt frekar í körfubolta 2020. „Vonir standa til að keppni geti hafist snemma í janúar, en framhaldið ræðst algjörlega af stöðu faraldursins og þeim takmörkunum sem gilda hverju sinni...“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Feykir hafði samband við Ingólf Jón Geirsson, formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og spurði hann út í standið á körfuboltanum, leikmönnum og fjárhag deildarinnar.
Meira

Erfiðast fyrir fólk að geta ekki komið saman, hist og blandað geði við aðra

Feykir hafði samband við séra Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarprest í Sauðárkróksprestakalli, og forvitnaðist örlítið um kirkjuhald nú á aðventu og jólum. Sigríður segir fátt benda til þess að samkomur á aðventu geti verið með sama sniði og áður. „Ég lifi í voninni að ástandið verði orðið það stöðugt um jól að fólki verði óhætt að ganga til kirkju,“ segir séra Sigríður.
Meira