Mannlíf

Geggjað veður og brjálæðislega góð mæting

Umhverfisdagur Fisk Seafood og knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram á Sauðárkróki í dag í björtu og stilltu veðri. Var rusl plokkað og tekið til frá klukkan tíu í morgun og stóð í fjóra tíma. Þátttaka tuðrusparkara og aðstandenda þeirra var „brjálæðislega góð“ eins og Feykir hafði eftir einum þátttakenda.
Meira

Höldum áfram að fara varlega

Covid-19 hefur enn klærnar í samfélaginu þó vel gangi að bólusetja landsmenn. Nokkur hópsmit hafa að undanförnu verið mikið í fréttum og nú síðast hefur athyglin beinst að Þorlákshöfn. Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu sl. sunnudag og eflaust hafa einhverjir í ljósi síðustu frétta velt fyrir sér hvort smit hafi mögulega borist norður yfir heiðar. Stefán Vagn Stefánsson, formaður Almannavarnateymis Norðurlands vestra, segir ekki vitað um neina tengingu á milli hópsmitsins og leikmannahóps Þórs og því ekki ástæða til ótta. „Hinsvegar er alltaf möguleiki á smiti burtséð frá þessu og því mikilvægt að fara varlega og fylgja fyrirmælum almannavarna um sóttvarnir,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Feyki.
Meira

Feykissýning í tilefni 40 ára afmælis hefur opnað í Safnahúsinu

Í apríl varð héraðsfréttablaðið Feykir 40 ára og var til dæmis haldið upp á tímamótin með útgáfu afmælisblaðs. Nú hefur verið opnuð dálítil afmælissýning í Safnahúsi Skagfirðinga og er sýnt á báðum hæðum. Um er að ræða upprifjanir á minnisstæðum fréttum nokkurra þeirra aðila sem að blaðinu hafa komið í gegnum tíðina. Sýningin er hluti af dagskrá Sæluviku Skagfirðinga sem nú stendur yfir.
Meira

Aukatónleikar á Skagfirska tóna

Nú er nánast uppselt á tónleikana Skagfirskir tónar sem Hulda Jónasdóttir stendur fyrir næsta laugardagskvöld á Gránu Bistro á Sauðárkróki en þar verða flutt lög eftir skagfirskar tónlistarkonur. Því hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika sama dag kl 17. Hulda segir fólk hafa tekið vel í smá upplyftingu í lok Sæluviku og aðeins séu örfáir miðar eftir. Segir hún að félagar í Félagi eldri borgara í Skagafirði fái 50 % afslátt af miðaverðinu á þá tónleika svo það er um að gera að bregðast skjótt við og tryggja sér miða.
Meira

Sólon ríður á vaðið í Sæluviku með myndlistasýningu á morgun - Leikfélagið rekur lestina - Myndband

Samkvæmt almanakinu hefst Sæluvika Skagfirðinga nk. sunnudag en ákveðið hefur verið að engin formleg setning skuli fara fram að þessu sinni og má kenna Covid-ástandinu um. Nokkrar uppákomur hafa nú þegar verið auglýstar en ljóst má vera að Sæluvikan verður ansi mikið öðruvísi en fólk á að venjast. Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, segir að setningin verði með óhefðbundnu sniði eins og búast megi við. „Það verður ekki formleg setning Sæluviku heldur verður athöfn á laugardegi í lok Sæluviku með samfélagsverðlaun og úrslit vísnakeppni og svo verður Héraðsskjalasafnið með sýningu tileinkaða Feyki í tilefni 40 ára starfsafmælis. Laugardagurinn verður sem sagt aðaldagurinn og við hvetjum fólk til að taka þátt, hvort sem er rafrænt eða í mannheimum.“
Meira

Króksarar gera strandhögg á norskum grundum 1984

Á því herrans ári 1984 steig hópur glaðbeittra tuðrusparkara í 4. flokki Tindastóls upp í Benz-kálf sem renndi síðan frá sundlauginni á Króknum á fallegu júlíkvöldi. Eldri helmingur hópsins nýfermdur og fullkomlega sáttur við að vera kominn í tölu fullorðinna. Framundan var ævintýraferð á Norway Cup – stærsta fótboltamót í heimi – sem fram fór í Osló.
Meira

„Þetta kemur allt í litlum skrefum“

„Já, sko páskafríið mitt byrjaði á því að ég fékk ælupest en ég ældi samt bara einu sinni þarna í byrjun frísins. Svo dagana eftir það var ég bara drulluslöpp og hélt að það væri bara eftir þessa ælupest. En ég sé núna að þarna var þetta allt bara byrjað að magnast upp,“ segir Eva Rún Dagsdóttir, 18 ára körfuboltastúlka í liði Tindastóls og nemi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þegar Feykir spyr hana út í pínu óvenjulega páskahelgi. Fríið endaði þannig að flogið var með Evu Rún suður á spítala þar sem hún var sett á gjörgæslu, enda hafði komið í ljós að hún var með blóðtappa í báðum lungum og blóðtappa í fæti sem náði í raun frá maga og niður fyrir hné.
Meira

Í kaffi hér í Kjörbúðinni ég kveð ykkur í dag

Húnahornið góða segir frá því að það var með söknuði sem Rúnar Agnarsson kvaddi vinnustað sinn í dag en hann hefur staðið vaktina á Húnabraut 4 á Blönduósi síðastliðin 32 ár eða svo. Rúnar þekkja allir sem verslað hafa í Kaupfélagi Húnvetninga, Húnakaupi, Samkaupum, Samkaupum Úrvali og nú síðast Kjörbúðinni.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi lokuð í átta vikur

Fínu sundlauginni á Hofsósi var lokað síðastliðinn mánudag, 22. mars, vegna viðhaldsframkvæmda. Fram kemur á vef Svf. Skagafjarðar að stefnt er að opnun laugarinnar aftur mánudaginn 17. maí. Laugin, sem nýtur mikilla vinsælda ferðamanna, verður því væntanlega lokuð í átta vikur.
Meira

Fimmti bekkur í nýsköpun í Skagafirði

Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði fór fram í síðustu viku. Allir nemendur í 5. bekk í Grunnskólanum austan Vatna, Árskóla og Varmahlíðarskóla fengu fræðslu um nýsköpun ásamt því að hanna og móta hugmyndir að nýjum uppfinningum. Nemendur hönnuðu sína hugmynd frá grunni, sumir einir og aðrir í hópum. Í framhaldi af hugmyndavinnnunni útbjuggu þeir myndband í Flipgrid sem þeir skiluðu svo inn til yfirferðar.
Meira