Árið 2021: Vill skella andlitsgrímunni á brennuna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
30.12.2021
kl. 11.14
Króksarinn Halldór Þormar Halldórsson hefur búið á Siglufirði um drjúglangan tíma en hann starfar sem lögfræðingur hjá íslenska ríkinu. Hann gerir nú upp árið fyrir lesendur Feykis. Hann segist hafa hætt að telja skó sína við 25 pör en notar skónúmer 43/44. Þegar hann er spurðu hver helsta lexía ársins 2021 hafi verið svarar hann: „Hvert ár sem líður færir manni einhverja lexíu en sú sem kannski stendur eftir þetta ár er að telja aldrei hænsnin fyrr en þau eru komin inn í kofann, eins og dagljóst er orðið.“
Meira