Mannlíf

Árið 2021: Vill skella andlitsgrímunni á brennuna

Króksarinn Halldór Þormar Halldórsson hefur búið á Siglufirði um drjúglangan tíma en hann starfar sem lögfræðingur hjá íslenska ríkinu. Hann gerir nú upp árið fyrir lesendur Feykis. Hann segist hafa hætt að telja skó sína við 25 pör en notar skónúmer 43/44. Þegar hann er spurðu hver helsta lexía ársins 2021 hafi verið svarar hann: „Hvert ár sem líður færir manni einhverja lexíu en sú sem kannski stendur eftir þetta ár er að telja aldrei hænsnin fyrr en þau eru komin inn í kofann, eins og dagljóst er orðið.“
Meira

Árið 2021: Þvottaefni í púðum fyrir þvottavélar – ætti ekki að nota í uppþvottavélar

Nú skýst Feykir með lesendur sína í uppgjörsleiðangur yfir snjóþakta Öxnadalsheiði og nemur staðar á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hvar fyrrum prófarkalesari blaðsins, Karl Jónsson, unir hag sínum í góðum félagsskap. Kalli, sem er uppalinn á Hólaveginum á Króknum, starfar nú sem verkefnastjóri á Akureyri, hefur góðan smekk á íþróttum og er í nautsmerkinu. Árið í þremur orðum? Allt á uppleið.
Meira

Árið 2021: Lífið á Smáragrundinni spennusögu líkast

Það er komið að Álfhildi Leifsdóttur að gera upp árið á netsíðu Feykis. Hún býr á Smáragrundinni á Króknum, í hjarta bæjarins, en er að sjálfsögðu uppalin í Keldudal í Hegranesi. Álfhildur er kennari og sveitarstjórnarfulltrúi og auk þess fiskur. Til að lýsa árinu notar hún þrjú orð sem öll byrja á eff; Fjölskyldusamvera, fjarfundir, fordæmalaust!
Meira

Árið 2021: Saknar viknanna tveggja

Nú er það Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sem leiðir okkur í allan sannleikann um árið sem er að líða. Hún býr í Grundartúninu á Hvammstanga, starfar sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV og er sporðdreki. Sveinjörg segir ást, samveru og ferðalög lýsa árinu hennar best.
Meira

Árið 2021: Á ekki eftir að sakna þess að standa í flutningum

Kristín Sigurrós Einarsdóttir sprettur upp að morgni annars dags jóla til að svara ársuppgjörinu. Eða þannig. Stína hefur víða komið við síðan hún flutti í Skagafjörðinn fyrir einhverjum árum, meira að segja unnið á Feyki. Nú býr hún á Hofsósi en á ættir að reka í Lundarreykjadalinn í Borgarfirði. Árinu lýsir hún með eftirfarandi b-orðum: „Breytingar, bjartsýni og bugun.“
Meira

„Alltaf var fang til að skríða upp í ef eitthvað bjátaði á“

Anna Steinunn Friðriksdóttir ólst upp á bænum Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Gamla íbúðarhúsið var byggt árið 1891 og má segja að það hafi verið gert ódauðlegt í kvikmyndum Friðriks Þórs, Börnum náttúrunnar og ekki síst Bíódögum, þar sem húsið og nokkrir fyrrum íbúar þess léku stóra rullu. Gamla húsið var í sumar tekið af grunni sínum og flutt suður yfir heiðar og er að sjálfsögðu sjónarsviptir að þessu sögufræga húsi í Skagafirði. Unnið er að endurgerð þess á Jarðlangsstöðum rétt ofan við Borgarnes. Til að rifja upp jólin og lífið á Höfða hafði JólaFeykir samband við Önnu Steinunni.
Meira

Árið 2021: Það er óhætt og öllum hollt að breyta til

Annar í röð þeirra sem skila inn ársuppgjöri í Feyki er Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni. Gunni starfar nú tímabundið sem forstöðumaður safna í Húnaþingi vestra og er til heimilis á Hvammstanga en snýr aftur í fyrra starf sem staðarhaldari á Löngumýri í mars. Hann lýsir árinu 2021 svona: „Lærdómsríkt, ófyrirséð og veðursælt.“
Meira

Árið 2021: It ain‘t over till it‘s over

Þá er enn eitt árið senn liðið og því um að gera að fá nokkra spræka gesti til að gera árið upp. Svarendum verður stráð með nokkuð jöfn millibili yfir jól og áramót og fyrst drögum við upp úr hattinum Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur. Þegar hún er beðin að lýsa árinu í þremur orðum segir hún: „Eldgos, bóluefni og alþingiskosningar.“
Meira

Engin jól án bóka

Feykir kynnir til leiks bókaunnandann Kristínu Jónu Sigurðardóttur en hún fer yfir bók-haldið sitt með lesendum Feykis. Hún er kennari og þroskaþjálfi en er nú í ársleyfi frá Húnavallaskóla og kennir í vetur við Blönduskóla á Blönduósi. „Mandarínur eru það allra besta með jólabókinni. Það tengi ég við barnæskuna og borða enn mandarínur í kílóavís á aðventu og jólum,“ segir Kristín þegar hún er spurð hvað fari best með jólabókinni.
Meira

„Get ekki beðið eftir að koma aftur og berjast með liðinu mínu“

Stúlkurnar sem reimuðu á sig takkaskóna fyrir lið Tindastóls síðastliðið sumar og þustu um iðagræna fótboltavelli í efstu deild kvennaboltans, stóðu fyrir sínu og vel það – þrátt fyrir að fall hafi verið niðurstaðan. Fremst meðal jafningja var þó markvörður Stólastúlkna, Amber Michel, sem kemur frá San Diego í Kaliforníu. Hún átti marga stórleiki í markinu, hélt vörninni á tánum og vakti oft athygli fyrir mögnuð tilþrif og ekki síður mikið keppnisskap. Nokkrum sinnum var hún í liði umferðarinnar hjá fjölmiðlum og í lok tímabilsins í Pepsi Max deildinni var hún valin leikmaður ársins á uppskeruhátíð Tindastóls. Það gladdi því stuðningsfólk Tindastóls þegar fréttist að Amber hefði ákveðið að skrifa undir nýjan samning og spila þriðja sumarið sitt á Króknum. Það gerði líka hin einstaka Murielle Tiernan sem verður þá fimmta sumarið með liði Tindastóls.
Meira