Áhöfnin bíður eftir niðurstöðum úr skimunum vegna Covid-19

Málmey SK 1 í höfn á Sauðárkróki nú í hádeginu. MYND: ÓAB
Málmey SK 1 í höfn á Sauðárkróki nú í hádeginu. MYND: ÓAB

Í gær var Málmey SK 1, einum togara Fisk Seafood, siglt í heimahöfn á Sauðárkróki eftir að upp kom grunur um að einhverjir 15 skipverja væru smitaðir af Covid-19. Var áhöfnin í heild sinni tekin í hrappróf og reyndust fjórir úr áhöfn jákvæðir. Mbl.is hafði eftir Ólafi Bjarna Haraldssyni, stýrimanni, að eng­inn skipverja væri mikið veik­ur og flest­um liði ágæt­lega. Málmey er komin til hafnar og áhöfnin búin að fara í skimun og bíður nú eftir niðurstöðum úr þeim en reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir í kvöld.

Ólaf­ur seg­ir að þeir bíði nú bara ró­leg­ir eft­ir niður­stöðunum um borð. „Við búum okk­ur und­ir það versta, en von­um auðvitað það besta,“ sagði Ólaf­ur en sem fengu já­kvæða niður­stöðu úr hraðpróf­um eru bara inni í sín­um klef­um og þeim færður mat­ur þangað.

Helsta vandann segir Ólafur vera að tölu­vert mikið þarf að þrífa og sótt­hreinsa enda hafi skip­verj­ar verið í sam­neyti við þá sem grun­ur er um að séu smitaðir und­an­farna tvo daga.

Málmey fór á sjó sl. miðviku­dag­ eftir að hafa landað 197 tonnum af þorski og ufsa fyrr í vikunni og var stefn­an sú að snúa ekki aft­ur til lands fyrr en að viku liðinni. Úthaldið varð þó heldur styttra en ætlað var.

Feykir sendir góðar kveðjur á skipverja eins og væntanlega aðrir landsmenn.

Heimild: Mbl.is/200 mílur og heimasíða Fisk Seafood

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir