Skagafjörður – góður staður til að horfa á tennis og fótbolta
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
15.07.2021
kl. 09.41
Einhverjum er sennilega enn í fersku minni heimsókn HMS Northumberland sem kastaði ankerum norður af Lundey í Skagafirði um síðustu helgi. Feykir sagði frá heimsókninni á laugardag og var líkum leitt að því í gamni að Bretarnir væru sennilega komnir til að skoða lunda eða horfa á fótboltaleik Tindastóls og KFS í 3. deildinni í rjómablíðunni. Samkvæmt frétt um frétt Feykis á heimasíðu breska sjóhersins var seinni tilgátan ekki fjarri sannleikanum.
Meira