Mannlíf

Skagafjörður – góður staður til að horfa á tennis og fótbolta

Einhverjum er sennilega enn í fersku minni heimsókn HMS Northumberland sem kastaði ankerum norður af Lundey í Skagafirði um síðustu helgi. Feykir sagði frá heimsókninni á laugardag og var líkum leitt að því í gamni að Bretarnir væru sennilega komnir til að skoða lunda eða horfa á fótboltaleik Tindastóls og KFS í 3. deildinni í rjómablíðunni. Samkvæmt frétt um frétt Feykis á heimasíðu breska sjóhersins var seinni tilgátan ekki fjarri sannleikanum.
Meira

Sumardagur og allir í fíling

Í dag, 09.07.21, er mikið blíðviðri á Sauðárkróki og ábyggilega víðar. Í Grænuklauf var föstudagsfjör í Sumartím og búið var að koma upp vatnsrennibraut þar. Blaðamaður Feykis skellti sér í bæinn í góða veðrinu og myndaði stemninguna.
Meira

„Síðari umferðin leggst vel í okkur“

Nú þegar Pepsi Max deild kvenna er hálfnuð, fyrri umferðin að baki, eru nýliðar Tindastóls í neðsta sæti með átta stig en eftir ágæta byrjun á mótinu fylgdu fimm tapleikir í röð. Liðið hefur hins vegar haldið markinu hreinu í síðustu tveimur leikjum og hirt í þeim fjögur stig af liðunum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Það gefur góða von um framhaldið og vonandi að liðið sé búið að finna taktinn í efstu deild. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, þá Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson.
Meira

Bryggjugerð í Drangey

Síðustu daga hefur verið unnið við að endurgera steypta bryggju við Drangey en í dag var varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór, mætt til að aðstoða, enda veður hið hagstæðasta á Skagafirði og sumarið líklega loksins komið. Í vetur fengu Drangeyjarferðir, sem sigla einmitt með ferðalanga út í Drangey, 20 milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að koma upp bryggju á ný í eynni en sú gamla eyðilagðist í veðurofsum veturinn 2019-2020.
Meira

Tilfinningin er alveg hreint mögnuð!

Feykir náði í skottið á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttir frá Brautarholti, eftir sigurinn á Eyjastúlkum í dag. Bryndís átti frábæran leik í vörn Tindastóls, stjórnaði vörninni eins og herforingi og steig vart feilspor frekar en fyrri daginn. Bryndís var spurð hvort það væri gaman að vinna leik í Pepsi Max deildinni.
Meira

Gamli bærinn á Króknum öðlast nýtt líf

Mikið er nú framkvæmt á Sauðárkróki en Feykir fór á stúfana og myndaði þær framkvæmdir sem eru í gangi í gamla bænum á Króknum. Þar má telja til að KS stendur að stækkun og allsherjar breytingum á gamla pakkhúsinu sem síðast hýsti Minjahúsið, barnaskólinn við Freyjugötu er að taka á sig nýja mynd og á verkstæðisreitnum við Freyjugötu er að spretta upp smáblokk.
Meira

Mörgum verður starsýnt á A

Árrisulir Króksarar voru margir hverjir steinhissa og nudduðu stírurnar extra vel þegar þeim varð litið til hafs í morgun. Rétt undan strandlengjunni dólaði ei stærsta snekkja heims eins og sagt var frá hér á Feyki.is fyrr í morgun. Snekkja þessi hefur undanfarnar vikur heimsótt Eyjafjörð og Siglufjörð og hvarvetna vakið mikla athygli – enda engin smásmíði og hönnunin einstök.
Meira

Vagga körfuboltans á Króknum rifin – hvert fóru silfurskotturnar?

Nú þegar leikfimisalurinn gamli við Barnaskólann á Freyjugötu á Sauðárkróki, oft kallaður Litli salurinn, hefur verið rifinn hefur skapast ágæt umræða um salinn á samfélagsmiðlum. Ljóst er að hann vekur upp misjafnar minningar hjá þeim sem þar stunduðu leikfimi og íþróttir í gegnum tíðina. Sumir eru leiðir yfir því að þessi vagga körfuboltans á Króknum hafi verið rifin án þess að nokkur hafi hreyft mótbárum og aðrir nánast fegnir að þessi salur, sem lifir í martröðum þeirra enn í dag, sé horfinn fyrir fullt og allt.
Meira

Skagfirska sveiflan ruddi brautina

Það vakti athygli á dögunum þegar það fréttist að íslensk hljómsveit hefði tekið sig til og ákveðið að styrkja Aftureldingu í Mosfellsbæ með því að setja nafnið sitt, Kaleo, framan á búninga klúbbsins. Einhverjir töldu að um tímamót væri að ræða. Skömmu síðar fréttist svo að Ed Sheeran hefði gert svipaðan díl við sitt heimafélag, Ipswich Town, en kannski fyrir fleiri krónur. Þetta þóttu auðvitað gömul tíðindi í Skagafirði.
Meira

„Áður en ég vissi af voru allar komnar í kringum mig öskrandi af gleði“

Það var Hugrún Pálsdóttir sem gerði fyrsta mark Tindastóls í efstu deild og ágætt fyrir þá sem hafa gaman að fótbolta pub-quizzi að muna þá staðreynd. Markið gerði hún eftir hornspyrnu á 36. mínútu og virtist ætla að duga til sigurs en Þróttur jafnaði í uppbótartíma og liðin skildu því jöfn. Hugrún hefur alla tíð spilað fyrir Tindastól, á að baki 117 leiki og hefur skorað 19 mörk. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir markaskorarann í morgun og byrjaði á að spyrja hvernig tilfinningin hafi verið að skora fyrsta mark Tindastóls í efstu deild.
Meira