Mannlíf

Maddie smitar orku og jákvæðu hugarfari til alls liðsins

Tvær erlendar stúlkur spila með kvennaliði Tindastóls í körfunni í vetur. Önnur þeirra er Madison Anne Sutton, eða bara Maddie, en hún verður 23 ára þann 13. desember. Maddie er frá Knoxville í Tennesee-fylki Bandaríkjanna, ein níu systkina og síðan á hún sjö litlar frænkur og frændur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir hana.
Meira

Sérvalda tréð týndist svo fella varð annað

Nemendur 4. bekkjar Varmahlíðarskóla fóru í árlega vettvangsferð í síðustu viku til að fella og sækja jólatré í Reykjarhólsskóg. Í frétt á vef skólans segir að þessi hefð sé afar notaleg og ævintýri í hvert sinn. Búið var að undirbúa leiðangurinn en svo fór að tréð sem átti upphaflega að sækja fannst ekki aftur, snjókoma næturinnar hafði breytt ásýnd skógarins og þrátt fyrir talsverða leit fannst það ekki.
Meira

Jólatré Blönduósinga fengið úr Gunnfríðarstaðarskógi

Þann 1. desember voru ljós tendruð á jólatrénu við Blönduóskirkju en vegna sóttvarnatakmarkana var ekki hefðbundin dagskrá á Blönduósi frekar en víðast hvar annars staðar. Einhverjir verða þó að mæta og það voru krakkarnir á Fjallabæ og Stóra Fjallabæ á Leikskólanum Barnabæ ásamt starfsfólki sem mættu galvösk til leiks, komu og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð góða.
Meira

Stefnir í flotta skíðahelgi í Tindastólnum

Framundan er þriðja opnunarhelgin á skíðasvæðinu í Tindastólnum. „Það hefur verið frábær mæting síðustu tvær helgar,“ sagði Sigurður Hauksson, forstöðumaður svæðisins, þegar Feykir hafði samband. „Við tókum á móti fyrsta gönguskíðahópnum 13. nóvember og opnuðum neðri lyftuna viku síðar. Mikill snjór er á svæðinu og hafa æfingahópar nýtt sér opnunina og komið hverja helgi.“
Meira

Líf og fjör í Grunnskóla Húnaþings vestra

Það verður seint sagt að það ríki einhver lognmolla í grunnskólum landsins og krakkarnir og kennararnir eru alltaf eitthvað að sýsla. Þegar heimasíða Grunnskóla Húnaþings vestra er skoðuð má sjá að þar hefur verið líf og fjör í síðustu viku.
Meira

Skólabörn í Blönduskóla fengu fulltrúa frá slökkviliðinu í heimsókn

Á heimasíðu Blönduskóla á Blönduósi segir af því að nemendur í þriðja og fjórða bekk hafi síðastliðinn föstudagsmorgun fengið heimsókn frá Ingvari slökkviliðsstjóra og Birnu slökkviliðsmanni en Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna.
Meira

Yngstu nemendur Varmahlíðarskóla fóru í vettvangsferð í Vesturdal

Nemendur í 1. og 2. bekk Varmahlíðarskóla fóru, ásamt kennurum, í vettvangsferð í Goðdalakirkju síðastliðinn miðvikudag. Á heimasíðu skólans segir að lagt var af stað frá Varmahlíðarskóla að loknum morgunverði og lá leiðin fram í Vesturdal að skoða kirkjuna og sjá silfurkrossinn sem hangir þar á vegg.
Meira

Ljósin tendruð og jólin færast nær

Í upphafi skóladags héldu nemendur Árskóla á Sauðárkróki í árlega friðargöngu út í bæ. Morguninn tók fallega á móti krökkunum, veðrið var stillt þó sannarlega væri nokkuð kalt. Friðarljósið var síðan fært upp Kirkjustíginn og staðnæmdist loks við krossinn á Nöfunum og síðan voru ljósin á honum tendruð. Viðburður sem jafnan kveikir jólaneistann í hugum flestra Króksara. 
Meira

Bara ýtt á rec og rúllað af stað – Spjallað við Eystein Ívar hlaðvarpara

Nú eru allir sem vettlingi geta valdið að ýmist varpa öndinni út um allt eða að hlusta á andvörpin – já eða hlaðvörpin. Í nútímanum geta allir verið með dagskrárvaldið en eitt er að búa til hlaðvarp og annað að fá hlustun. Feykir heyrði í gömlum kunningja, Eysteini Ívari Guðbrandssyni, sem hefur verið að gera það gott á þessum hlaðvarpsmiðum og spurði hann aðeins út í hvað hann væri að brasa á þessum síðustu og verstu.
Meira

Friðarganga, tendrun ljósa, jólasveinalest og jólabingó

Eins og allir ættu að vita þá eru í gildi samkomutakmarkanir á Íslandi og af þeirri ástæðu verður aðventunni fagnað með breyttu sniði í Sveitarfélaginu Skagafirði dagana 26.-28. nóvember – þó reyndar með svipuðu sniði og í fyrra þar sem samskonar staða var uppi í samfélaginu. Í Skagafirði verður ekki formleg dagskrá við tendrun jólatrés á Kirkjutorgi og ekki verða Rótarýfélagar með jólahlaðborð í íþróttahúsinu á Króknum. Sveitarfélagið tekur hins vegar upp þráðinn frá í fyrra og býður að nýju upp á jólasveinalest og hreyfi-jólabingó.
Meira