Mannlíf

Hreyfivika í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra tekur nú í fyrsta sinn þátt í Hreyfiviku (Move Week) sem fer fram um alla Evrópu dagana 21.-27. september. Tilgangurinn er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Boðið verrður upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Það er von sveitarfélagsins að íbúar þess kynni sér það sem í boði er í Hreyfivikunni, taki þátt í einhverjum viðburðanna og skilji jafnvel bílinn eftir heima og gangi eða hjóli í vinnuna.
Meira

Réttarstörf í blíðskaparveðri

Laugardaginn 12. september var réttað í Holtsrétt í Fljótum, auk fjölda annarra rétta á Norðurlandi vestra. Réttarstörfin fóru fram í blíðskaparveðri og var ekki annað séð en gagnamenn og réttargestir kynnu vel að meta þennan sumarauka.
Meira

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni verður haldið í Kvennaskólanum á Blönduósi sunndaginn 27. september og hefst kl. 14:00. Málþingsstjóri er Jóhanna E. Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands.
Meira

Stöpull til minningar um Sigurð Jónasson

Sunnudaginn 27. september verður afhjúpaður á Blönduósi stöpull til minningar um Sigurð Jónasson (1883-1887) frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og bókmenntaafrek hans. Sigurður er þekktastur fyrir að hafa á unga aldri íslenskað bókina „Kúgun hvenna“ eftir enska heimspekinginn John Stuart Mill.
Meira

Ævintýri norðursins 2015

Á morgun, laugardaginn 19. september, verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum einstaka reiðtúr. Lagt verður upp frá Strjúgsstöðum í Langadal klukkan 10:00. Áætlað er að koma í Kirkjuskarðsrétt klukkan 14:00 og halda þaðan klukkan 16:00.
Meira

Réttir helgarinnar

Framundan er enn einn réttarhelgin, þar sem réttað verður í nokkrum fjár- og stóðréttum á Norðurlandi vestra. Stóðréttir í Skrapatungurétt verða á sunnudaginn, 20. september, og fjárréttir í Hvalsárrétt í Hrútafirði á laugadaginn kemur, 19. september.
Meira

Frítt á síðasta leikinn í annarri deild karla

Síðasti fótboltaleikur ársins hjá meistaraflokki karla verður á laugardaginn, þegar Tindastóll tekur á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli. Er þetta klárlega mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma, en með hagstæðum úrslitum ná Stólarnir að halda sér í 2.deildinni. Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.
Meira

Pétur Jóhann í Silfrastaðarétt

Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon skellti sér í réttir í Skagafirði á dögunum. Í skemmtilegu innslagi sem sýnt var í þættinum Ísland í dag á stöð2 í gærkvöldi lýsir Pétur Jóhann upplifun sinni af réttarstörfum í máli og myndum.
Meira

Fyrirlestradagur á Skagaströnd

Laugardaginn 19. september kl. 13:30-16:30 verða haldnir fyrirlestrar í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra í samvinnu við Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum. Fyrirlestrarnir verða í Bókasafni Halldórs Bjarnasonar, Gamla kaupfélagshúsinu, Einbúastíg 2.
Meira

Vetrarstarf Gnáar að hefjast

Vetrarstarf kvæðamannafélagsins Gnáar era ð fara af stað. Það hefst með félagsfundi þriðjudaginn 22. september klukkan 20 í Verinu á Sauðárkróki. Á dagskrá er erindi um kvæðamenn ásamt því að fjallað verður um vetrardagskrána.
Meira