Hreyfivika í Húnaþingi vestra
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
21.09.2015
kl. 11.12
Húnaþing vestra tekur nú í fyrsta sinn þátt í Hreyfiviku (Move Week) sem fer fram um alla Evrópu dagana 21.-27. september. Tilgangurinn er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Boðið verrður upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Það er von sveitarfélagsins að íbúar þess kynni sér það sem í boði er í Hreyfivikunni, taki þátt í einhverjum viðburðanna og skilji jafnvel bílinn eftir heima og gangi eða hjóli í vinnuna.
Meira