Mannlíf

Útgáfufagnaður bókarinnar Fljót er nóttin dag að deyfa

Föstudaginn 9. október verður útgáfu bókarinnar Fljót er nóttin dag að deyfa fagnað í Hótel Varmahlíð. Bókin hefur að geyma úrval lausavísna Sigurðar Óskarssonar, Sigga í Krossanesi (1905-1995) í Vallhólmi í Skagafirði.
Meira

Það var kannski ekkert að þessu sumri?

Á nýjum vef Feykis gefst lesendum kostur að taka þátt í netkönnunum – í það minnsta svona annað veifið. Kannanirnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem skemmtiefni á vefnum, enda ekki verulega áreiðanlegar til að komast að lýðræðislegri niðurstöðu. Í fyrstu könnuninni vildum við komast að því hvað lesendum hefði fundist um sumarið sem var að líða.
Meira

„Gaman að eiga stefnumót við gamla tíma“

„Þetta byrjaði þannig að árið 1995 fór ég að gefa út pésa eða smákver með minningum sem ég sendi vinum mínum í staðinn fyrir jólakort. Ég hef haldið þeim sið síðan og mörg af þessum kverum eru með æskuminningum mínum af Króknum. Það sem ég gerði núna var að ég tók þessa pésa og er búinn að breyta þeim talsvert, stytta sumt og sumstaðar hef ég bætt heilmiklu við. Svo hef ég skrifað nokkra nýja þætti og tengt þetta allt saman í nýja heild,“ útskýrir Sölvi Sveinsson sem var að gefa út bókina Dagar handan við dægrin – Minningarmyndir í skuggsjá tímans. Í bókinni fjallar hann um minningar sínar frá uppvaxtarárunum á Króknum. Sölvi settist niður með blaðamanni Feykis og sagði frá tilurð bókarinnar.
Meira

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi föstudaginn 9. og laugardaginn 10. október. Á borðum verða ný, strjúpasöltuð og reykt svið. Að ógleymdum sviðalöppum, kviðsviðum ásamt gulrófum og kartöflum.
Meira

Flatbökuhlaðborð í Fljótum

Fimmtudaginn 8. október n.k. munu nemendur í 9. bekk Grunnskólans austan Vatna vera með pizzuhlaðborð á Ketilási. Pizzahlaðborðið er fjáröflunarverkefni þeirra en þau eru að fara á Lauga í Sælingsdal í febrúarbyrjun.
Meira

Tindatríó og Sveinn Arnar á Norðurlandi

Feðgarnir í Tindatríóinu, þeir Atli Guðlaugsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason, ásamt Sveini Arnari Sæmundssyni píanóleikara og söngvara, leggja land undir fót og skemmta Norðlendingum um næstu helgi.
Meira

Afhjúpun minningarstöpuls á Blönduósi

Á morgun, sunnudaginn 27. september, verður afhjúpaður stöpull á Blönduósi til minningar um Sigurð Jónasson (1863-1887) frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og bókmenntaafrek hans, en hann íslenskaði á unga aldri bókina „Kúgun kvenna“ eftir enska heimspekinginn John Stuart Mill. Athöfnin verður kl. 13:00 og mun taka um 45 mínútur.
Meira

Hlíðarrétt í myndum

Réttað var í Hlíðarrétt í Vesturdal í Skagafirði síðastliðinn sunnudag og tóku ungir sem aldnir þátt í réttarstörfum í góðu veðri. Sjálf réttin er falleg grjóthlaðin rétt, byggð árið 1913 af ábúendum þeirra jarða sem eiga upprekstur á Hofsafrétt, samkvæmt Byggðasögu Skagafjarðar.
Meira

Leikskólinn Ársalir öðlast sjálfstæði í SMT skólafærni

Það var hátíðarstund á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki fimmtudaginn 17. september þegar SMT-fáninn var dreginn að húni í tilefni þess að skólinn öðlaðist sjálfstæði í svokallaðri SMT skólafærni. Við tilefnið voru sungin lög, börn sýndu leikþátt til að útskýra út á hvað SMT skólafærni gengur og boðið var upp á hressingu.
Meira

Sjóðheitir fyrirlestrar og stofnun Hollvinasamtaka á dagskránni

Fjölbreytt dagskrá er á næstunni á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Með sunnudagskaffinu fyrirlestraröðin heldur áfram í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju sunnudaginn 27. september 2015 kl. 14. Þar verða haldnir tveir sjóðheitir fyrirlestrar sem báðir tengjast okkar safnasvæði.
Meira