Ævintýri norðursins 2015
Á morgun, laugardaginn 19. september, verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum einstaka reiðtúr. Lagt verður upp frá Strjúgsstöðum í Langadal klukkan 10:00. Áætlað er að koma í Kirkjuskarðsrétt klukkan 14:00 og halda þaðan klukkan 16:00.
Í auglýsingu um viðburðinn sem að Valgarður Hilmarsson verði ferðamannafjallkóngur í 25. og síðasta skipti. Boðið verður upp á kjötsúpu þegar komið verður niður að Skrapatungurétt á laugardagskvöld.
Aðstaða er til að geyma hesta frá föstudegi yfir á laugardag á Strjúgsstöðum, við sandnámu norðan afleggjara) Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni. Sunnudaginn 20. september hefjast stóðréttir í Skrapatungurétt klukkan 11:00 og verður boðið upp á skemmtileg alíslenska stemmningu. Veitingasala verður í réttarskála.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.