Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni

Kvennaskólinn á Blönduósi. Ljósm./BÞ
Kvennaskólinn á Blönduósi. Ljósm./BÞ

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni verður haldið í Kvennaskólanum á Blönduósi sunndaginn 27. september og hefst kl. 14:00. Málþingsstjóri er Jóhanna E. Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands.

Aðgangur er ókeypis en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið textilsetur.residency@simnet.is fyrir 23. september 2015.

Dagskráin er eftirfarndi: 

14:00                         Setning

14:10 – 14:40          Dr. Áslaug Sverrisdóttir, sagnfræðingur:  Ævi og störf Jóhönnu Jóhannesdóttur

14:40 – 15:10          Iðunn Vignisdóttir, bókmennta- og sagnfræðingur: Ágrip af sögu Kvennaskólans á Blönduósi

15:10 – 15:40          Sólborg Una Pálsdóttir, sagnfræðingur og héraðsskjalavörður: Hugleiðing um sjálfstæði, réttindabaráttu og vefstóla

15:40 – 16:00          Kaffihlé

16:00 – 17:00          Sýning á verkum Jóhönnu í Heimilisiðnaðarsafninu, leiðsögn um Kvennaskólann og Minjastofur Vina Kvennaskólans

17:00                         Málþingi slitið

17:10                         Ferð á æskuslóðir Jóhönnu á Svínavatni fyrir áhugasama (akstur á eigin vegum).

 

 

 

                                           

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir