Frá Ara til Alladin - Barnalög fyrir alla fjölskylduna
Sunnudaginn 22. nóvember næstkomandi verða tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði undir yfirskriftinni „Frá Ara til Aladdin – barnalög fyrir alla fjölskylduna.“ Á tónleikunum koma fram ýmsir skagfirskir söngvarar sem syngja vinsæl barnalög frá ýmsum tímum.
Á sviðið stíga níu söngvarar, nokkur þekkt andlit og önnur ný; Systurnar Sóla og Malen Áskelsdætur, Jón Hallur Ingólfsson, Íris Olga Lúðvíksdóttir, Gunnar Rögnvaldsson og Sigvaldi Gunnarsson, sonur hans. Þá koma þrjár ungar stúlkur fram; Rannveig Stefánsdóttir á Sauðárkróki, Þórgunnur Þórarinsdóttir og Dagný Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars.
Hljómsveit Stefáns Gíslasonar sér um undirleik en auk Stefáns eru það Einar Þorvaldsson gítarleikari, Margeir Friðriksson á bassa og Kristján Kristjánsson spilar á trommur. Þá ætlar barnakór að taka lagið með hópnum, samsettur úr skólahóp leikskólans Birkilundar og 1. og 2. bekk Varmahlíðarskóla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.