Sigvaldi og Ellert á svið í kvöld í Voice Ísland

Skagfirðingarnir Ellert Jóhannsson (t.v.), sem er í liði Helga Björns og Sigvaldi Helgi Gunnarsson (t.h.), sem er í liði Sölku Sólar, og  munu stíga á svið ásamt fjórtán öðrum keppendum í þættingum Voice Ísland á Skjá einum í kvöld.
Skagfirðingarnir Ellert Jóhannsson (t.v.), sem er í liði Helga Björns og Sigvaldi Helgi Gunnarsson (t.h.), sem er í liði Sölku Sólar, og munu stíga á svið ásamt fjórtán öðrum keppendum í þættingum Voice Ísland á Skjá einum í kvöld.

Skagfirðingarnir Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Ellert Jóhannsson, nú búsettur í Grindavík, taka þátt í Voice Ísland í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir úr Víðidal datt hins vegar út í eingvíginu, eftir aldeilis frábæra frammistöðu í þáttunum. Fyrir þáttinn í kvöld eru eftir fjórir keppendur í jafnmörgum liðum, en aðeins helmingur þeirra kemst áfram eftir kvöldið. Í kvöld má þjóðin kjósa og það er því um að gera að styðja sína keppendur.

Sigvaldi Helgi háði gríðarlegt einvígi við Inga Val í síðasta þætti, þegar þeir fluttu lagið Elastic Heart úr kvikmyndinni Catching Fire. Áttu þjálfararnir í gríðarlegum vandræðum með að gera upp á milli þeirra. Að lokum fór þjálfari þeirra, Salka Sól eftir “instictinu” og valdi Sigvalda áfram. Lesa má um þetta og sjá flutning þeirra hér.

Ellert tókst á við Gógó í einvígi 30. október og fékk frábæra dóma, en hann er í liði Helga Björns. Ellert og Gógó fluttu lagið Heard it through the Grapewine og hægt er að skoða myndbandið með þeim hér.

Húnvetningurinn Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal tapaði einvíg á móti Hirti Traustasyni, en þau sungu lag Foreigner, I wanna know what love is, með slíkum glæsibrag að þjálfari þeirra Svala Björgvinsdóttir sagðist hafa fengið gæsahúð á ennið og appelsínuhúð í kinnarnar, jafnframt því sem hún sagði flutninginn á heimsmælikvarða og gæði í gegn. Hér má sjá flutning þeirra og umfjöllun dómnefndarinnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir