Ástin er diskó, lífið er pönk frumsýnt í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
18.11.2015
kl. 17.20
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Það verða sex sýningar, frumsýningin í dag, miðvikudag, svo verða sýningar á eftirfarandi:
- 2. sýning fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:00
- 3. sýning laugardaginn 21. nóvember kl. 20:00
- 4. sýning laugardaginn 21. nóvember kl. 22:00
- 5. sýning þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20:00
- 6. sýning miðvikudaginn 25. nóvember kl. 20:00
Hægt er að panta miða í síma 455-8070 alla sýningardaga á milli klukkan 16:00 og 18:00, einnig 17. nóvember milli kl. 16-18. Miðaverð er 1000 kr. fyrir meðlimi NFNV og yngri en 16 ára og 2000 kr. fyrir aðra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.