Vel heppnuð árshátíð í Húnaþingi vestra

Íslenskar ofurhetjur í 7. bekk sáu um kynningar á atriðum kvöldsins. Mynd: nordanatt.is.
Íslenskar ofurhetjur í 7. bekk sáu um kynningar á atriðum kvöldsins. Mynd: nordanatt.is.

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga s.l. föstudagskvöld, þann 13. nóvember. Íslenskar ofurhetjur í 7. bekk sáu um kynningar á atriðum kvöldsins.

Árshátíðin hófst með ávarpi formanns nemendaráðs, Rannveigar Erlu Magnúsdóttur. Að því loknu fluttu allir bekki skólans atriði, þar sem leikur og söngur var í aðalhlutverki. „Stórskemmtileg atriði sem slógu rækilega í gegn, ef marka má hlátrasköllin í salnum,“ segir á vef Norðanáttar. Að atriðum loknum var svo dansað og trallað langt fram eftir kvöldi.

Myndir frá árshátíðinni er að finna á Norðanátt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir