Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Auk þess að vera skáld var Jónas Hallgrímsson líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru. Hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Hann var einnig einn af Fjölnismönnum sem störfuðu í Kaupmannahöfn og gáfu út ritið Fjölni.
Auk þess að vera skáld var Jónas Hallgrímsson líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru. Hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Hann var einnig einn af Fjölnismönnum sem störfuðu í Kaupmannahöfn og gáfu út ritið Fjölni.

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, fagnað í tuttugasta sinn í dag, en hann fæddist árið 1807. Efnt er til ýmissa viðburða í dag undir merkjum hátíðisdagsins en þess má geta að Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur.

Nemendur tónlistarskóla Húnaþings vestra munu halda tónleika á bókasafninu á Hvammstanga í tilefni dagsins. Tónleikarnir byrja kl. 14:30.

Í dag verður dagskrá á Löngumýri þar sem annars skálds verður minnst en dagskráin ber heitið, Hver er þessi Ólína? Það eru Skagfirski kammerkórinn og nemendur 7. bekkjar Varmahlíðarskóla sem standa að dagskránni eins og undanfarin ár og nú er það Ólína Jónasdóttir, skagfirsk skáldkona, sem verður fjallað um. Dagskráin hefst kl 20 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir að hlýða á flutninginn í tali og tónum.

Á Skagaströnd verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur en í Höfðaskóla á Skagaströnd er dagurinn einnig helgaður minningu Elínborgar Jónsdóttur, fyrrverandi kennara við skólann. Höfðaskóli mun því standa fyrir menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg í kvöld kl. 18:00. Eins og undanfarin ár mun nemendafélagið Rán, með dyggri aðstoð foreldra, bjóða upp á kökuhlaðborð að lokinni dagskrá.

Aðgangseyrir á dagskrána er: 1000 kr. fyrir eldri en grunnskólanemendur, 500 kr. fyrir grunnskólanemendur, frítt fyrir þriðja barn frá heimili og frítt fyrir leikskólanemendur. Innifalið er aðgangur að kökuhlaðborðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir