Sæluvikustykki í startholunum

Frá uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks á Rjúkandi ráð í Sæluviku 2014.
Frá uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks á Rjúkandi ráð í Sæluviku 2014.

Leikfélag Sauðárkróks boðar til fundar á mánudagskvöldið, 22. febrúar, í þeim tilgangi að hleypa af stokkunum undirbúningsvinnu við hið árlega Sæluvikustykki. Verður fundurinn haldinn á Kaffi Krók og hefst klukkan 20:00.

Óskað er eftir fólki, 16 ára og eldra, til að leika, smíða, mála, hvísla, vinna við hljóð og ljós, finna búninga og leikmuni, sauma, selja miða og margt fleira skemmtilegt sem þarf til að koma leiksýningu á fjalirnar, eins og segir í tilkynningu frá leikfélaginu.

Á fundinum verður kynning á sæluvikuleikritinu sem verður í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Nauðsynlegt er að þeir sem vilja taka þátt mæti að þennan fyrsta fund svo hægt sé að sjá hverjir gefa kost á sér og ekki verði tafir á að æfingatímabilið geti hafist.

Jafnframt er óskað eftir því að þeir sem vilja vera með en komast ekki á fundinn hafi samband við Sigurlaugu Dóru Ingimundardóttur (Lullu), formann leikfélagsins, í síma 862-5771 fyrir fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir