Mannlíf

Vélaval gefur endurskinsvesti

Rétt fyrir jólafrí barst Varmahlíðarskóla vegleg gjöf frá versluninni Vélaval í Varmahlíð. Það var verslunarstjóri Vélavals, Sigrún Guðlaugsdóttir, sem færði nemendum skólans 30 útivesti merkt Varmahlíðarskóla, en þau eru í nokkrum stærðum og passa því nemendum á öllum aldri.
Meira

Geirmundur Valtýsson sæmdur fálkaorðunni

Tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Orðuna hlaut Geirmundur fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar.
Meira

Síðast en ekki síst - áramótaþáttur Feykis TV og Skottu Film

Áramótaþáttur FeykisTV og Skotta Film, Síðast en ekki síst, var tekinn upp í morgun og er nú kominn í loftið. Fyrstu gestir þáttarins eru Bergrún Sóla Áskelsdóttir, skemmtanastjóri NFNV og Ingileif Oddsdóttir, skólameistari FNV. Þá er rætt við Árna Stefánsson, íþróttakennara og umsjónarmann Skokkhópsins á Sauðárkróki og Kára Marísson körfuboltamann og húsvörð í Árskóla. Loks koma yngstu menn í Heimi, þeir Gísla Laufeyjar og Höskuldsson og Sæþór Már Hinriksson, í sófann.
Meira

Veður hefur versnað í Skagafirði

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni og Vegagerðinni hefur veðrið í Skagafirði versnað mjög á síðustu klukkutímum. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit er í viðbragðsstöðu en engar hjálparbeiðnir höfðu borist nú fyrir stundu þegar Feykir hafði samband við sveitina.
Meira

Gleði og gaman á jólaballi í Melsgili

Árlegt jólaball var haldið í Melsgili á mánudaginn. „Skemmtunin hófst með því að Guðrún Kristín Eiríksdóttir las upp söguna „Snuðra og Tuðra í jólaskapi.“ Geirmundur spilaði fyrir dansi og barnabarn hans, Anna Karen Hjartardóttir söng með sinni björtu og fallegu rödd,“ eins og segir í texta sem fylgdi meðfylgjandi myndum.
Meira

Ljúf jólalög á Jólatónleikum Lóuþræla

Karlakórinn Lóuþrælar hélt nýverið jólatónleika á Borðeyri og á Hvammstanga. Tónleikarnir voru þeir fyrstu undir stjórn nýs kórstjórnanda, Daníels Geirs Sigurðssonar, sem tók við að stýra kórnum nú í haust. Á tónleikunum flutti kórinn ýmis ljúf jólalög, íslensk og erlend.
Meira

Nesquick sigurvegarar á Jólamóti

Hið sívinsæla Jólamót Molduxa fór fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Færri lið komust að en vildu, 18 lið voru skráð til leiks og stigu sjálfir Moluxarnir til hliðar til að hleypa öðrum að. Samkvæmt Facebook-síðu Molduxa voru þátttakendur um 180, 30 starfsmenn og 250 áhorfendur.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Margir fagna eflaust vetrarsólstöðum, en þær eru einmitt í dag, 22. desember og að þeim loknum tekur daginn að lengja á ný. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands kemur fram að tíminn frá sólaruppkomu til sólarlags þennan dag er 4 klukkustundir og 8 mínútur í Reykjavík. Þar er einnig að finna upplýsingar um dögun, birtingu, sólris, hádegi, sólarlag, myrkur og dagsetur á sjö daga fresti fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri, Grímsey, Norðfjörð og Vestmannaeyjar. En hvers vegna verða vetrarsólstöður?
Meira

Rétt símanúmer hjá pósthúsi jólasveinanna í Varmahlíð

Í auglýsingu frá Flugeldamarkaði í Varmahlíð sem birt var í Sjónhorninu sl. fimmtudag var rangt símanúmer. Rétt símanúmer hjá pósthúsi jólasveinanna er: 892-3573. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum.
Meira

Leitar eftir aðstoð til að brúa bilið í kanínuræktinni

Á Syðri-Kárastöðum skammt norðan Hvammstanga er eina kanínubú landsins þar sem kanínur eru ræktaðar til manneldis. Fyrirtækið Kanína ehf. var stofnað í október 2011 og er Birgit Kositzke aðaleigandi þess. Hún kemur frá Þýskalandi og er kanínukjöt hluti af matarmenningunni þar. Þar sem Birgit langaði að búa áfram á Íslandi ákvað hún að stofna sitt eigið fyrirtæki og fylgja viðskiptahugmynd sinni eftir, en nú skortir fjármagn til að brúa bilið þar til reksturinn fer að standa undir sér.
Meira