Mannlíf

Geirmundur Valtýsson sæmdur fálkaorðunni

Tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Orðuna hlaut Geirmundur fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar.
Meira

Síðast en ekki síst - áramótaþáttur Feykis TV og Skottu Film

Áramótaþáttur FeykisTV og Skotta Film, Síðast en ekki síst, var tekinn upp í morgun og er nú kominn í loftið. Fyrstu gestir þáttarins eru Bergrún Sóla Áskelsdóttir, skemmtanastjóri NFNV og Ingileif Oddsdóttir, skólameistari FNV. Þá er rætt við Árna Stefánsson, íþróttakennara og umsjónarmann Skokkhópsins á Sauðárkróki og Kára Marísson körfuboltamann og húsvörð í Árskóla. Loks koma yngstu menn í Heimi, þeir Gísla Laufeyjar og Höskuldsson og Sæþór Már Hinriksson, í sófann.
Meira

Veður hefur versnað í Skagafirði

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni og Vegagerðinni hefur veðrið í Skagafirði versnað mjög á síðustu klukkutímum. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit er í viðbragðsstöðu en engar hjálparbeiðnir höfðu borist nú fyrir stundu þegar Feykir hafði samband við sveitina.
Meira

Gleði og gaman á jólaballi í Melsgili

Árlegt jólaball var haldið í Melsgili á mánudaginn. „Skemmtunin hófst með því að Guðrún Kristín Eiríksdóttir las upp söguna „Snuðra og Tuðra í jólaskapi.“ Geirmundur spilaði fyrir dansi og barnabarn hans, Anna Karen Hjartardóttir söng með sinni björtu og fallegu rödd,“ eins og segir í texta sem fylgdi meðfylgjandi myndum.
Meira

Ljúf jólalög á Jólatónleikum Lóuþræla

Karlakórinn Lóuþrælar hélt nýverið jólatónleika á Borðeyri og á Hvammstanga. Tónleikarnir voru þeir fyrstu undir stjórn nýs kórstjórnanda, Daníels Geirs Sigurðssonar, sem tók við að stýra kórnum nú í haust. Á tónleikunum flutti kórinn ýmis ljúf jólalög, íslensk og erlend.
Meira

Nesquick sigurvegarar á Jólamóti

Hið sívinsæla Jólamót Molduxa fór fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Færri lið komust að en vildu, 18 lið voru skráð til leiks og stigu sjálfir Moluxarnir til hliðar til að hleypa öðrum að. Samkvæmt Facebook-síðu Molduxa voru þátttakendur um 180, 30 starfsmenn og 250 áhorfendur.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Margir fagna eflaust vetrarsólstöðum, en þær eru einmitt í dag, 22. desember og að þeim loknum tekur daginn að lengja á ný. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands kemur fram að tíminn frá sólaruppkomu til sólarlags þennan dag er 4 klukkustundir og 8 mínútur í Reykjavík. Þar er einnig að finna upplýsingar um dögun, birtingu, sólris, hádegi, sólarlag, myrkur og dagsetur á sjö daga fresti fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri, Grímsey, Norðfjörð og Vestmannaeyjar. En hvers vegna verða vetrarsólstöður?
Meira

Rétt símanúmer hjá pósthúsi jólasveinanna í Varmahlíð

Í auglýsingu frá Flugeldamarkaði í Varmahlíð sem birt var í Sjónhorninu sl. fimmtudag var rangt símanúmer. Rétt símanúmer hjá pósthúsi jólasveinanna er: 892-3573. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum.
Meira

Leitar eftir aðstoð til að brúa bilið í kanínuræktinni

Á Syðri-Kárastöðum skammt norðan Hvammstanga er eina kanínubú landsins þar sem kanínur eru ræktaðar til manneldis. Fyrirtækið Kanína ehf. var stofnað í október 2011 og er Birgit Kositzke aðaleigandi þess. Hún kemur frá Þýskalandi og er kanínukjöt hluti af matarmenningunni þar. Þar sem Birgit langaði að búa áfram á Íslandi ákvað hún að stofna sitt eigið fyrirtæki og fylgja viðskiptahugmynd sinni eftir, en nú skortir fjármagn til að brúa bilið þar til reksturinn fer að standa undir sér.
Meira

Fullt hús á tvennum afmælistónleikum

FISK Seafood bauð til afmælis- og jólatónleika í Miðgarði á sunnudaginn, í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Fullt var á tvennum tónleikum, sem haldnir voru í Menningarhúsinu Miðgarði og skipulagðir af Viðburðaríkt ehf.
Meira