Mannlíf

Stefnumótunarfundur Nes Listamiðstöðvar

Nes Listamiðstöð boðar til opins fundar fimmtudaginn 12. nóvember á veitingastaðnum Borginni. Fundurinn hefst kl 18:00 og er áætlað að hann standi til 21:00 með hléi þar sem boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi.
Meira

Nýtt lag með Gillon - Glaður í sól

Gillon (Gísli Þór Ólafsson) er að vinna að nýrri plötu sem væntanleg er til útgáfu í byrjun næsta árs. Hér má heyra fyrsta kynningarlag plötunnar, Glaður í sól.
Meira

Kvenbuxnatískan í haust er með dass af 70‘s áhrifum

Ég fékk svolítið skemmtilegt komment um mig frá vini mínum hér á Sauðárkróki. „Bíddu, er Sigga farin að skrifa um tísku? Sé ég hana ekki yfirleitt ómálaða í íþróttafötum?“ Sem er alveg rétt. Ég hef síðan ég flutti norður dottið í þæginlega fatnaðinn en hef reyndar aldrei verið mikið fyrir það að hafa mig til í framan þó svo að ég þurfi að fara út á meðal fólks. Ég verð samt að viðurkenna að ég passaði ekki lengur í fötin mín eftir að hafa eignast barn og það að vera í fæðingarorlofi neyddi mig aðeins niður á jörðina í þessum málum, sem var í góðu lagi, sérstaklega hvað fötin varðar. Því að eyða hátt í 50-70 þúsund krónum í hverjum mánuði er bilun. En þegar freistingarnar eru til staðar þá er það mjög auðvelt.
Meira

Sveitin togaði eins og sterkasti segull

Skagfirðingurinn Karl Jónsson og Eyfirðingurinn Guðný Jóhannesdóttir ákváðu að söðla um fyrir rúmum tveimur árum síðan og fluttu frá Sauðárkróki aftur á heimaslóðir Guðnýjar, að Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar búa þau ásamt börnum sínum og reka ferðaþjónustufyrirtækið Lamb Inn í samstarfi við Jóhannes Geir Sigurgeirsson, föður Guðnýjar, auk þess sem Guðný er að ljúka mastersnámi í kennslufræðum. Blaðamaður Feykis rak nefið inn til þeirra hjóna í síðustu viku og fékk að heyra um líf þeirra og störf í sveitinni, yfir kaffi og kleinum.
Meira

Kann vel við snjóinn, kuldann og myrkrið

Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Feykis var á dögunum haldið útgáfuhóf í Nes Listamiðstöð á Skagaströnd í tilefni af útgáfu bókarinnar Jardarteikn eftir sænska listamanninn Karl Chilcott. Bókina prýða ljósmyndir eftir dóttur hans, Christine, af innsetningum Karls. Verkin vann Karl þegar hann dvaldi í Nes Listamiðstöð á Skagaströnd árið 2013.
Meira

Fylgst með vinnslu Iceprotein á þorskpróteinum í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við fyrirtækið Iceprotein í Verinu á Sauðárkróki. Rætt er við Hólmfríði Sveinsdóttur framkvæmdastjóra og fylgst með vinnsluferlinu þegar þorskprótein eru unnin úr afskurði frá Fisk Seafood.
Meira

Ruggustóll séra Hallgríms verður til sýnis í Áshúsi

Á fésbókarsíðu Byggðasafns Skagfirðinga er sagt frá því að fyrir skömmu færðu þau Sigríður B. Pálsdóttir og Reynir Sigurðsson safninu ruggustól séra Hallgríms Thorlaciusar, sem bjó í Glaumbæ 1894-1935.
Meira

Fljót er nóttin dag að deyfa

Hvert sæti var skipað á Hótelinu í Varmahlíð er á dögunum var haldin gleðisamkoma til að fagna útkomu ljóðabókarinnar „Fljót er nóttin dag að deyfa“ sem Bókaútgáfan Veröld gefur út og hefur að geyma úrval kveðskapar eftir hagyrðinginn og hestamanninn Sigurð Óskarson í Krossanesi.
Meira

Innsetningar í náttúrunni

Á sunnudaginn var opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða málverk, teikningar, keramik, vídeó- og hljóðlist þeirra listamanna sem dvelja á Skagaströnd um þessar mundir.
Meira

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur
Meira