Sýning um líf kvenna á fyrri tíð á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Frá opnun sýningarinnar „Mitt er þitt og þitt er mitt – konur á fyrri tíð“. Mynd/Norðanátt.is.
Frá opnun sýningarinnar „Mitt er þitt og þitt er mitt – konur á fyrri tíð“. Mynd/Norðanátt.is.

Sýningin „Mitt er þitt og þitt er mitt – konur á fyrri tíð“ opnaði á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 14. febrúar. Á sýningunni er fjallað um líf kvenna á Íslandi á fyrri tíð. „Áhugaverð sýning sem dregur frásagnir af konum á safnasvæðinu fram í dagsljósið,“ segir um sýninguna á vef Norðanáttar. 

Á sýningunni er sagt frá konum á sviði fæðinga, menntunar, vinnu, hjúskapar, ljóða og öðrum kvenskörungum. 

Myndir frá opnun sýningarinnar má skoða á Norðanátt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir