Yngri nemendur Varmahlíðarskóla setja Hróa hött á svið
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
03.03.2016
kl. 10.56
Árshátíð yngri nemenda í Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði, föstudaginn 4. mars kl. 15:00. Nemendur 1.-6. bekkjar sýna leikritið Hróa Hött eftir handriti Guðjóns Sigvaldasonar. Leikstjóri er Helga Rós Sigfúsdóttir og Stefán R. Gíslason sér um undirleik.
Kaffiveitingar í Miðgarði að lokinni sýningu. Aðgangseyrir: kr. 2000 fyrir 16 ára og eldri og kr. 1000 fyrir nemendur á grunnskólaaldri utan Varmahlíðarskóla (tökum ekki við greiðslukortum).
Allir velkomnir!
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.