Frábær hestakostur í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar
Athygli vekur hversu margir stóðhestar eru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar eða ellefu talsins en alls eru nítján fyrstu verðlauna hross skráð til keppni.
Ráslitinn er tilbúinn og eins og sjá má mæta sigurvegararnir frá því í fyrra, Þórarinn og Narri, auk fjölda annarra sterkra keppenda. Það telst einnig til tíðinda að sá kunni hestur Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði er skráður ásamt knapa sínum Hans Þór Hilmarssyni.
Keppnin fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki miðvikudaginn 2.mars og hefst kl 19:00. Vakin er athygli á því að sýnt verður beint frá keppninni, slóðin er http://vjmyndir.cleeng.com . Þetta kvöld í KS-Deildinni ætti enginn hestaunnandi að láta fram hjá sér fara.
Það stefnir í mjög harða keppni eins og greinilega sést á ráslistanum:
1. Gísli Gíslason - Karl frá Torfunesi - Draupnir / Þúfur
2. Líney María Hjálmarsdóttir - Milljarður frá Barká - Hrímnir
3. Elvar Logi Friðriksson - Frenja frá Vatni - Mountainhorse
4. Magnús B. Magnússon - Stilling frá Íbishóli - ÍbessHleðsla
5. Elvar E. Einarsson - Knár frá Ytra-Vallholti - Hofstorfan/66°norður
6. Guðmundur Karl Tryggvason - List frá Syrði-Reykjum - Lífland
7. Sina Scholz - Nói frá Saurbæ - Mustad
8. Agnar Þór Magnússon - Glóð frá Hólakoti - Lífland
9. Gústaf Á. Hinriksson - Þyrla Böðmóðsstöðum II - Hofstorfan/66°norður
10. Jóhann Magnússon - Sjöund frá Bessastöðum - ÍbessHleðsla
11 Valdimar Bergastað - Krapi frá Selfossi - Hrímnir
12. Mette Manseth - Hnokki frá Þúfum - Draupnir / Þúfur
13. Bjarney J. Unnsteinsd. - Sif frá Syðstu-Fossum - Mustad
14. Hallfríður S. Óladóttir - Kolgerður frá V-Leirárgöðrum - Mountainhorse
15. Ísólfur Líndal - Sólbjartur frá Flekkudal - ÍbessHleðsla
16. Þórarinn Eymundsson - Narri frá Vestri-Leirárgöðrum - Hrímnir
17. Hans Þór Hilmarsson - Lukku Láki frá Stóra-Vatnsskarði - Mountainhorse
18. Bjarni Jónasson - Dynur frá Dalsmynni - Hofstorfan/66°norður
19. Þór Jónsteinsson - Kjarkur frá Skriðu - Lífland
20. Hlynur Guðmundsson - Orka frá Ytri-Skógum - Mustad
21. Barbara Wenzl - Náttúra frá Hofi - Draupnir / Þúfur
Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.