Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til ljósmyndasamkeppni

Ákveðið hefur verið að efna til ljósmyndasamkeppni á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Mynd: KSE.
Ákveðið hefur verið að efna til ljósmyndasamkeppni á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Mynd: KSE.

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. febrúar sl. var samþykkt að efna til ljósmynda- og myndbandasamkeppni sveitarfélagsins. Var starfsmönnum nefndarinnar falið að kynna og auglýsa nánari tilhögun keppninnar.

Myndefnið skal vera Skagafjörður, náttúra og mannlíf og óskað er eftir myndefni frá öllum árstíðum. Heimilt verður að senda inn nýtt sem og eldra myndefni.

Keppnin verður auglýst fljótlega og mun standa yfir fram til loka júlí 2016. Verða úrslitin kynnt á SveitaSælu 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir