35 ára afmælisblað Feykis
Þann 10. apríl síðastliðinn voru liðin 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós. Í tilefni þessa hefur nú verið gefið út sérstakt afmælisblað sem dreift er frítt til allra íbúa á Norðurlandi vestra, auk þess sem það er aðgengilegt hér á vefnum.
Í afmælisblaðinu eru viðtöl við nokkra af fyrrum ritstjórum blaðsins, stiklað á stóru í útgáfusögu blaðsins, afmæliskveðjur og viðtal við Guðmund Valtýsson, umsjónarmann vísnaþáttarins. Þá er fjallað um nokkra af helstu viðburðum Sæluviku Skagfirðinga sem hefst formlega á sunnudaginn kemur.
Í tilefni tímamótanna var haldið afmælishóf í Jarlsstofu á Hótel Tindastóli á föstudaginn var. Þar komu m.a. saman sex af þeim 27 einstaklingum sem stofnuðu hlutafélagið Feyki hf. þann 2. Maí 1981, en félagið rak blaðið allt þar til Nýprent tók við rekstrinum í ársbyrjun2007. Einnig fyrrverandi ritstjórar, starfsfólk blaðsins og ýmsir samstarfsaðilar. Meðfylgjandi myndir eru teknar í afmælishófinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.