Lóuþrælar með vortónleika á Hvammstanga og Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
19.04.2016
kl. 13.41
Framundan eru vortónleikar Karlakórsins Lóuþræla í Húnaþing vestra, en þeir verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 23. apríl kl. 21 og einnig verður söngdagskrá í Blönduóskirkju þriðjudagskvöldið 26 apríl kl. 21.
Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson en um undirleik sjá Elinborg Sigurgeirsdóttir á píanó og Ellinore Andersson á fiðlu. Einsöngvarar eru Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Aðgangseyrir er 3.000 krónur en frítt fyrir 14 ára og yngri. Vakin er athygli á því að ekki verður posi á staðnum. „Komið og eigið með okkur ánægjulega stund,“ segir í tilkynningu frá kórnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.