Kormákur Hvöt endurnýjar samning sinn við Aco Pandurevic

Aco Pandurevic og Björgvin Brynjólfsson úr meistaraflokksráði Kormáks Hvatar. Aðsend mynd.
Aco Pandurevic og Björgvin Brynjólfsson úr meistaraflokksráði Kormáks Hvatar. Aðsend mynd.

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar hefur endurnýjað samning sinn við Aco Pandurevic og mun hann stýra skútunni sumarið 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni fyrr í kvöld.

Þar kemur fram að Aco hafi stigið sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun með Kormák Hvöt í fyrra, þar sem liðið endaði í 9. sæti á sínu fyrsta ári í 3. deild, þrátt fyrir að hafa sennilega sett Íslandsmet í forfallavandræðum þegar leið á sumarið.

„Sem fyrr er það stefna meistaraflokksráðs að byggja liðið á sterkum heimamönnum með gæfuríkri blöndu af erlendum hæfileikamönnum. Nú þegar er vinna við að móta leikmannahópinn farin af stað og eru væntingar fyrir sumarið 2023 miklar í Húnaþingum báðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir