Vængbrotnar Stólastúlkur máttu sín lítils gegn Hamar/Þór

Emese Vida setur víti í leiknum á laugardag. SKJÁSKOT
Emese Vida setur víti í leiknum á laugardag. SKJÁSKOT

Lið Tindastóls og sameinaðs liðs Hamars og Þórs úr Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gær. Gestirnir hafa gert ágæta hluti í 1. deildinni í vetur og það var ekki vandamál hjá þeim að leggja vængbrotið lið Stólastúlkna að þessu sinni. Lokatölur 46-74.

Verið er að stokka upp spilin hjá liði Tindastóls og skipta um Kana. Chloe er farin heim og í hennar stað kemur Jayla Johnson eins og sagt var frá í Feyki í gær. Hún er hins vegar ekki komin á Krókinn og fyrirliðinn, Eva Rún, var sömuleiðis fjarverandi. Tindastóll fór, samkvæmt upplýsingum Feykis, fram á að fá leikinn færðan til en ekki var fallist á það.

Gestirnir tóku strax völdin fyrir framan óvenju lítinn hóp áhorfenda í Síkinu. Þær leiddu í hálfleik, 22-41 og staðan var 32-63 að loknum þriðja leikhluta. Því miður var engar tölfræðiupplýsingar að hafa á heimasíðu KKÍ og umfjöllun um leikinn því fátækleg að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir