Íþróttamaður Skagafjarðar kynntur í kvöld

Anna Karen Hjartardóttir kylfingur, Guðmar Freyr Magnússon knapi, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður, Jónas Aron Ólafsson knattspyrnumaður og Pétur Rúnar Birgisson körfuknattleiksmaður. Mynd af umss.is.
Anna Karen Hjartardóttir kylfingur, Guðmar Freyr Magnússon knapi, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður, Jónas Aron Ólafsson knattspyrnumaður og Pétur Rúnar Birgisson körfuknattleiksmaður. Mynd af umss.is.

Kjöri á íþróttamanni ársins í Skagafirði verður lýst á hátíðarsamkomu sem fram fer í kvöld, 28. desember, í Ljósheimum og hefst kl. 20:00. Auk íþróttamanns ársins verður ainnig upplýst hverjir hlutu kosningu sem lið ársins og þjálfari ársins.

Ekki var hægt að halda viðburðinn síðustu tvö ár vegna Covid en á þessum hátíðarsamkomum er öllum þeim sem eru tilnefndir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa verið tilnefndir til Hvatningarverðlauna UMSS.

Í ár eru fimm íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns ársins 2022; Anna Karen Hjartardóttir kylfingur í Golfklúbbi Skagafjarðar, Guðmar Freyr Magnússon hestamaður í Hestamannafélaginu Skagfirðingi, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður í UMF Tindastóli, Jónas Aron Ólafsson knattspyrnumaður í UMF Tindastóli og Pétur Rúnar Birgisson körfuknattleiksmaður í UMF Tindastóli.

Til liðs ársins eru tilnefnd þrjú lið; karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar, meistaraflokkur kk. í körfuknattleik UMF Tindastóls og meistaraflokkur kvk. í knattspyrnu UMF Tindastóls.

Til þjálfara ársins er val um sex tilnefningar; Atli Freyr Rafnsson Golfklúbbi Skagafjarðar, Ásta Margrét Einarsdóttir UMF Tindastóli frjálsíþróttadeild, Baldur Þór Ragnarsson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson UMF Tindastóls körfuknattleiksdeild, Halldór Jón Sigurðsson UMF Tindastóls knattspyrnudeild, Helgi Jóhannesson UMF Tindastóls badmintondeild og Jóhanna Heiða Friðriksdóttir Hestamannafélaginu Skagfirðingi.

Öllum aðildarfélögum og deildum innan UMSS er einnig heimilt að tilnefna einn pilt og eina stúlku sem hlýtur Hvatningarverðlaun UMSS. Tilnefningin er veitt þeim íþróttamanni sem er áhugasamur, með góða ástundun, sýnir góða hegðun innan vallar sem utan, er góður félagi og telst vera góð fyrirmynd annarra unglinga.

Hægt er að sjá tilnefnda á heimasíðu UMSS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir