Íþróttamaður USAH 2022 krýndur í dag

Ungt og efnilegt íþróttafólk og sjálfboðaliði ársins verða heiðruð í fyrsta sinn hjá USAH í dag. Mynd af FB-síðu USAH.
Ungt og efnilegt íþróttafólk og sjálfboðaliði ársins verða heiðruð í fyrsta sinn hjá USAH í dag. Mynd af FB-síðu USAH.

Í dag, 29. desember, kemur í ljós hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður USAH 2022 en boðað hefur verið til samkomu í Íþróttamiðstöðinni sem hefst klukkan 17:30. Sjö einstaklingar frá fjórum aðildarfélögum hafa verið tilnefndir í hinum ýmsu íþróttagreinum en einnig verða veittar viðurkenningar fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, sem aðildarfélögin tilnefndu sjálf, og fyrir sjálfboðaliða ársins.

Eftirtaldir einstaklingar hafa verið tilnefndir til Íþróttamanns USAH 2022:

Aðalheiður Ingvarsdóttir Umf. Geislum - Frjálsar íþróttir
Bríet Sara Sigurðardóttir Umf. Geislum - Frjálsar íþróttir
Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Hestamannaf. Neisti - Hestaíþróttir
Jón Brynjar Kristjánsson Skotf. Markviss - Skotfimi riffilgreinar

Sigríður Soffía Þorleifsdóttir Umf. Bólhlíðinga - Frjálsar íþróttir
Snjólaug M Jónsdóttir Skotf. Markviss - Skotfimi haglagreinar
Una Ósk Guðmundsdóttir Hestamannaf. Neisti – Hestaíþróttir

Frekari upplýsingar má finna á Facebooksíðu USAH, sjá HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir