Himininn er blár og Tindastóll sigrar á Hlíðarenda

Stólarnir fagna að leik loknum. Mynd: Tinna Kristín Stefánsdóttir
Stólarnir fagna að leik loknum. Mynd: Tinna Kristín Stefánsdóttir

Tindastóll hélt uppteknum hætti þegar sóttur var sigur á Hlíðarenda í gærkvöldi, í þetta skiptið þó í knattspyrnu í 4. deild karla gegn Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda, KH. 

Tindastóll komst yfir á 14. mínútu þegar spilandi þjálfari liðsins, Dominic Furness, átti laglega stungusendingu inn yfir vörn heimamanna, þar sem nýr framherji Stólana, spánverjinn David Toro Jimenez, var fljótastur allra og lagði boltann laglega framhjá markverði KH. 

Heimamenn á Hlíðarenda lágu talsvert á Stólunum upp úr því en vörn Tindastóls hélt vel í þetta skiptið og ekki tókst KH-mönnum að skora. 

Rétt fyrir lok venjulegs leiktíma braut markvörður KH á sænska sóknarmanninum Max Selden þegar hann var kominn einn í gegn. Jóhann Daði Gíslason hafði komið inn á sem varamaður í leiknum og líkt og í leiknum á undan, tók hann vítaspyrnuna og skoraði. 

Stólarnir sigruðu leikinn því 0-2 og komu sér upp í fimmta sæti deildarinnar með átta stig. 

Næsti leikur strákana er sunnudaginn 25. júní, heima gegn Hamar frá Hveragerði. 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir