Tindastóll mætir Val í kvöld í Bestu deildinni
Stelpurnar í Tindastól eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld er þær heimsækja Valsstúlkur á Origo völlinn á Hlíðarenda í 8. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Valur trónir á toppnum með 16 stig eftir fimm sigra, eitt jafntefli og einn tapleik. Stólar eru hins vegar í 7. sæti með 8 stig eftir tvo sigra og tvö jafntefli.
En það er ekkert gefið í boltanum og enginn leikur unninn fyrirfram hjá þeim sem ofar situr á stigatöflunni. Þannig má benda á að eini tapleikur Valsara var á móti Stjörnunni þann 16. maí en viku síðar sigraði Tindastóll Stjörnuna.
Það er þó ljóst að Sólastelpur þurfa á stuðningi sem flestra sunnan heiða að halda svo allir eru hvattir til að drífa sig á völlinn og hvetja Tindastól til sigurs.
Stöðu liða í Bestu deild, ásmt leikskýrslur má nálgast HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.