Stólarnir fluttu þrjú stig heim frá Flúðum
Tindastóll sótti þrjú stig á Próbygg-völlinn á Flúðum í dag en þar spila Uppsveitarmenn heimaleiki sína. Eitt mark dugði til að næla í stigin og með sigrinum þokaðist lið Tindastóls upp í fjórða sæti 4. deildarinnar. Lokatölur 0-1.
Markið gerði David Toro Jimenez eftir 22. mínútna leik og það var af dýrari gerðinni. Utanfótar snudda fyrir utan teig í þverslána inn.
Að sögn Sverris Hrafns Friðrikssonar, fyrirliða Tindastóls, voru úrslitin sanngjörn að hans mati. „Það var mikill vindur á annað markið og völlurinn ekki upp á marga fiska. Við fengum nokkur færi til að klára leikinn í fyrri hálfleik en svo þeir settu þeir smá pressu á okkur í lokin en ekkert alvarlegt.“
Lið Tindastóls er nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig eftir tíu umferðir. Ef liðið ætlar að blanda sér í baráttuna um sæti í 3. deild þurfa strákarnir að fara að vinna liðin fyrir ofan í töflunni. Það reynir á það í næstu umferð því á laugardag kemur einmitt topplið deildarinnar, Vængir Júpíters. í heimsókn á Krókinn. Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.