Brynja Líf til liðs við Tindastól í körfunni
Brynja Líf Júlíusdóttir hefur skrifað undir hjá Körfuknattleiksdeild Tindastóls um að spila með Stólastúlkum í 1. deildinni. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni segst Helgi Freyr Margeirsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna, mjög ánægður að fá Brynju Líf, einn efnilegasta leikmann landsins til liðs við Tindastól og í körfuboltaakademíu FNV.
„Hún er vonandi fyrst af mörgum sem á eftir að taka skrefið og koma í Tindastól. Tindastóll er eitt fárra félaga sem getur boðið leikmönnum sem setja körfubolta í forgang upp á akademíu með heimavist og góðri aðstöðu í umhverfi þar sem körfubolti er risastór hluti af samfélaginu,” segir Helgi.
Brynja kemur frá Egilsstöðum og spilaði með U16 ára landsliði Íslands sem nýlega spilaði á Norðurlandamótinu „Við bjóðum Brynju Líf hjartanlega velkomna á Krókinn og hlökkum til að sjá hana í Síkinu,“ segir í tilkynningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.