Íþróttir

Jordyn Rhodes er spennandi framherji

Eins og sagt var frá á dögunum þá verða breytingar í framlínu Tindastóls í Bestu deildinni í sumar þar sem Murr hverfur á braut eftir ansi gjöful og góð ár á Króknum. Í vikunni var síðan tilkynnt um hvaða stúlka það er sem fetar í fótspor Murr en það er ansi spennandi leikmaður, Jordyn Rhodes, sem kemur til Tindastóls frá University of Kentucky þar sem hún lék vel.
Meira

Glötuð byrjun reyndist Stólastúlkum dýrkeypt

Það mátti reikna með spennuleik þegar Stólastúlkur heimsóttu Hveragerði þar sem sameinað lið Hamars/Þórs beið eftir þeim. Leikurinn var mikilvægur báðum liðum, fyrir Tindastólsliðið í spennunni á toppnum en með sigri hefðu heimastúlkur náð að blanda sér í toppbaráttuna. Afleit byrjun í leiknum þýddi að Stólastúlkur voru allan leikinn að grafa sig upp úr þeirri holu en þrátt fyrir það voru þær hársbreidd frá því að ná í sigur. Tap þó staðreynd, lokatölur 80-76.
Meira

Meistarar Tindastóls spólandi á öllum

Það er ekki mikill meistarabragur á meisturum Tindastóls nú í upphafi árs. Síðastliðinn fimmtudag fóru strákarnir á Hlíðarenda Valsmanna í kjölfarið á þremur tapleikjum í deildinni. Það var því alveg tilefni til að snúa gömlu díselvélina í gang gegn toppliði Vals en þrátt fyrir góða byrjun í leiknum þá entist sá ágæti byr skammt og heimamenn fögnuðu sigri þrátt fyrir nokkur ágæt áhlaup Stolanna. Lokatölur 90-79.
Meira

„Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn!“

Á síðasta ári urðu tveir leikmanna kvennaliðs Tindastóls fyrir því að elta leiðinlegasta tískufyrirbærið í fótboltanum; krossbandsslit. Fyrst var það Kristrún María Magnúsdóttir sem lenti í þessum óskunda á slitinni gervimottunni í Boganum á Akureyri og síðan lenti Bergljót Ásta Pétursdóttir í þessum hremmingum í Garðabænum um mitt síðasta sumar. Krossbandsslit eru með ólíkindum algeng í kvennaboltanum og óskaplega erfið meiðsli með langri endurhæfingu. Það þarf bein í nefinu til að ganga í gegnum þetta ferli.
Meira

Drenglyndi í knattspyrnuheimum

Í tilkynningur á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Tindastóls var greint frá því í dag að stjórn knattspyrnudeildar, ásamt stjórn barna & unglingaráðs Tindastóls, hafi haft samband við Hauk Einarsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, og tilkynnt honum að knattspyrnudeildin muni fella niður mótsgjöld á fótboltamótum sem hún mun halda í sumar fyrir iðkendur Grindavíkur.
Meira

Níu styrkir úr Íþróttasjóði til verkefna á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku úthlutaði Íþróttanefnd tæpum 28 milljónum úr Íþróttasjóði til 74 verkefna fyrir árið 2024 en alls bárust nefndinni umsóknir um styrki í 179 verkefni. Alls hlutu níu verkefni á Norðurlandi vestra styrki en hæsti styrkurinn á svæðinu kom í hlut sunddeildar Tindastóls í verkefnið Orkuboltar og vellíðan sem er ætlað börnum með sérþarfir.
Meira

Gwen og Bergljót áfram með Stólastúlkum

Undirskriftapenni knattspyrnudeildar Tindastóls er eins og ofurjójó þessa dagana og enn bætist í Bestu deildar hóp Stólastúlkna. Þau ánægjulegu tíðindi voru kynnt í kvöld að hin þýska Gwen Mummert hafi ákveðið að endurnýjar kynni sín við Tindastól og hefur skrifað undir samning fyrir komandi tímabil. Sömuleiðis hefur Bergljót Ásta Pétursdóttir ákveðið að vera áfram með liði Tindastóls.
Meira

Stólarnir flugu áfram í VÍS bikarnum

Tindastóll og KR mættust í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í Síkinu í kvöld. Vesturbæingar leika nú í 1. deild en bikarleikir vilja stundum bjóða upp á óvænt úrsli. Og þó KR-ingar hafi náð að hleypa spennu í leikinn í síðari hálfleik þá höfðu þeir aldrei forystu í leiknum og Stólarnir spýttu í lófana í fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 83-60.
Meira

Tindastólsliðið á toppinn eftir þægilega stund í Síkinu

Kvennalið Tindastóls í 1. deildinni í körfubolta spilaði í gærdag gegn stigalausu liði ÍR og skellti sér upp að hlið KR og Ármanns á toppi deildarinnar. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 19-3 fyrir Stólastúlkur og það væri synd að segja að leikurinn hafi á nokkrum tíma verið spennandi. Niðurstaðan því góður sigur og lokatölur 90-31.
Meira

María Dögg og Lilla semja við Tindastól

Knattspyrnudeild Tindastóls heldur áfram að festa heimastúlkur á samning og er það vel. Nú undir lok vikunnar var tilkynnt um að Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir (Lilla) og María Dögg Jóhannesdóttir væru búnar að setja nafnið sitt á svörtu línuna.
Meira