Stólarnir skelltu Sandgerðingum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.06.2024
kl. 09.07
Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Reynis Sandgerði á Sauðárkróksvelli en leikið var í Fótbolta.net-bikar neðri deildar liða. Stólarnir spila sinn deildarbolta í 4. deildinni eins og margir vita en Sandgerðingar tefla fram liði í 2. deild. Það hefði því mátt ætla að á brattann yrði að sækja fyrir heimamenn en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan 2-0 sigur.
Meira