Íþróttir

Töluvert sanngjarn sigur Tindastólspilta

Tindastólspiltar spiluðu fyrsta heimaleik sumarsins í gær þegar Reykjanesúrvalið mætti á gervigrasið sígræna á Sauðárkróki. Leikurinn var spilaður við fínar aðstæður og var líflegur, þó sérstaklega í fyrri hálfleik en þá baðaði markvörður gestanna sig í sviðsljósinu og hélt markinu hreinu. Stólarnir gerðu það sem þurfti í síðari hálfleik og uppskáru 2-0 sigur.
Meira

Sterkt stig til Húnvetninga

Engin mörk voru skoruð í leik Kormáks Hvatar og Ægis í 2. deildinni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. föstudasgkvöld. Fyrir leikinn var Ægir í 4. sæti með ellefu stig og Kormákur Hvöt í 9. sæti með sjö stig. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið sterkt og mikilvægt stig sem Húnvetningar kræktu í fyrir austan fjall.
Meira

Reynir Bjarkan Róbertsson valinn í U20 hópinn

Körfuknattleikssamband Íslands birti fyrr í vikunni lokahóp undir 20 ára karla sem tekur þátt í NM í Södertalje í Svíþjóð seinna í þessum mánuði og má þar sjá kunnuglegt nafn. Í þessum hópi er nefnilega Skagfirðingurinn Reynir Bjarkan Róbertsson, sonur Selmu Barðdal og Róberts Óttarssonar.
Meira

Ragnhildur Sigurðardóttir með golfkennslu fyrir konur

Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, verður með kennslu fyrir konur á Vatnahverfisvelli fyrir ofan Blönduós sunnudaginn 16. júní frá kl. 13:00 -16:00. Allar áhugasamar konur um golfíþróttina hjartanlega velkomnar, kennslan er ykkur að kostnaðarlausu.
Meira

ÓB-mót Tindastóls haldið 22. og 23. júní á Króknum

Það verður líf og fjör á Króknum helgina 22. og 23. júní þegar ÓB-mótið verður haldið. Mótið er ætlað stúlkum úr 6. flokki og segir Adam Smári, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, að þetta verði stærsta ÓB-mótið sem haldið hefur verið á Króknum. Í fyrra var fjöldi keppenda um 600 talsins en í ár verða þeir um og yfir 700 talsins og koma víðs vegar af landinu eða frá 23 félögum. Það má því búast við þónokkurri fjölgun í bænum þessa helgi. Keppt verður á þrettán völlum í ár en fyrstu leikirnir hefjast um klukkan níu á laugardagsmorgninum og verður mótinu lokið seinnipartinn á sunnudeginum. 
Meira

Ísak Óli áfram styrktarþjálfari mfl.karla

Í framhaldi af fréttum frá körfuknattleiksdeild Tindastóls að Helgi Freyr yrði ekki áfram með stelpurnar segir að samningurinn við Ísak Óla Traustason hafi verið framlengdur sem styrktarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Helgi Freyr fylgir ekki stelpunum upp í Subway deildina

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að Helgi Freyr Margeirsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hefur látið af störfum og mun því ekki fylgja stelpunum upp í Subway deildina á næstu leiktíð. Það er ákvörðun stjórnar að þjálfun liðs í Subway deildinni verður ekki sinnt með annari vinnu, svo vel megi vera.
Meira

Feykisþrennan | Þrír fótboltaleikir á laugardegi

Það var fótboltalaugardagur í gær en allir þrír meistaraflokkarnir á Norðurlandi vestra voru í eldlínunni. Uppskeran var eins misjöfn og hún bat orðið; einn sigur, eitt jafnetli og tap. Í Bestu deild kvenna gerðu Stólastúlkur tvö mörk á AVIS vellinum í Reykjavík en það dugði skammt því heimastúlkur í Þrótti gerðu fjögur mörk og unnu sanngjarnan 4-2 sigur.
Meira

Friðrik Hrafn snýr heim í Skagafjörð

Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Friðrik Hrafn Jóhannsson um stöðu yfirþjálfara og þjálfun yngriflokka félagsins. Friðrki mun einnig vera aðstoðaþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Stólarnir gerðu góða ferð á Seltjarnarnesið

Tindastólsmenn gerðu góða ferð suður á Vivaldi-völlinn á Seltjarnarnesi í gær þar sem lið Kríu beið eftir þeim. Eftir tap gegn Knattspyrnufélagi Hlíðarenda í síðustu umferð þurftu Stólarnir að snúa blaðinu við og skunda heim í Skagafjörð með þrjú stig í farteskinu. Það hafðist með góðum 1-2 sigri.
Meira