Íþróttir

Adam Smári nýr formaður knattspyrnudeildar Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram fyrr í mánuðinum en á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt stjórnarkjöri. Sunna Björk Atladóttir sem leitt hefur starf knattspyrnudeildar undanfarin ár steig til hliðar en Adam Smári Hermannsson tók við formennskunni af henni.
Meira

Þórir Guðmundur bestur í Subway-deildinni

Fyrri umferð Subway-deildarinnar í körfubolta karla lauk í gærkvöldi með leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar. Það voru gestirnir úr Þorlákshöfn sem höfðu betur og smelltu sér þar með upp að hlið Vals á toppi deildarinnar með 16 stig. Lið Tindastóls er síðan í hópi fimm liða sem eru í 3.-7. sæti með 14 stig.
Meira

Hulda Þórey fær afreksbikarinn

Hulda Þórey Halldórsdóttir fékk í dag afhentan afreksbikarinn, til minningar um Stefán Guðmundsson stjórnarmann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur en með þessari úthlutun er einnig veittur 300.000 kr.- styrkur úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

Þriggja stiga stuðpartý Stólanna í Hveragerði

Sigurlausir Hamarsmenn fengu meistara Tindastóls í heimsókn í Hveragerði í síðustu umferð fyrri umferðar Subway-deildarinnar í kvöld. Það er allt í einum haug á toppi deildarinnar og að mati Pavels þjálfara var mikilvægt að ná í sigur í Kjörísbæinn svo lið hans þyrfti ekki að stunda eltingarleik eftir áramót. Bæði lið komu nokkuð löskuð til leiks en um leið og Stólarnir náðu undirtökunum var ekki að sökum að spyrja. Lokatölur 81-106.
Meira

Stólarnir fá KR í heimsókn í VÍS bikarnum

Spilað var í VÍS bikarnum um liðna helgi. Stólastúlkur duttu úr leik gegn sterku liði Njarðvíkinga en strákarnir lögðu Breiðablik í Smáranum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Í hádeginu í gær var einmitt dregið í átta liða úrslitin og fékk lið Tindastóls heimaleik gegn liði KR sem nú spilar í 1. deildinni.
Meira

Stólarnir lögðu Blika í VÍS bikarnum

Tindastólsmenn mættu liði Breiðabliks í Smáranum í dag í VÍS bikarnum. Heimamenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum og það var um miðjan fyrsta leikhluta en síðan leiddu gestirnir allt til loka leiksins. Blikarnir gerðu þó góða atlögu að forystu Stólanna undir lok leiks, minnkuðu muninn í þrjú stig þegar mínúta lifði leiks en Stólarnir áttu lokaorðin og unnu leikinn 81-89 og eru því í pottinum góða í VÍS bikarnum.
Meira

Jólamót Molduxa 2023 haldið í þrítugasta sinn

Jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið annan í jólum, þriðjudaginn 26. desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í körfuboltasamfélaginu í Skagafirði er þetta svo gott sem órjúfanlegur hluti jólahaldsins hjá mýmörgum og tilvalin leið til að fitusprengja og gerilsneiða sig í miðjum hátíðaahöldunum. Mótið er nú haldið í þrítugasta skipti sem segir nú meira en mörg orð um þetta frábæra framtak Molduxanna. Allur ágóði af mótinu rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Stólastúlkur stóðu í Njarðvíkingum

Tindastólsstúlkur spiluðu við lið Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í VÍS bikarnum í gærdag. Þær grænu hafa verið eitt besta körfuboltalið landsins síðustu tímabil og urðu óvænt Íslandsmeistarar vorið 2022. Það var því við ramman reip að draga en Stólastúlkur stóðu í lappirnar og sýndu ágæta takta. Það dugði þó ekki til því heimastúlkur reyndust sterkari á svellinu og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 89-67 og lið Tindastóls úr leik í bikarnum,
Meira

Varnarleikur Stólanna flottur í öruggum sigri á Hetti

Tindastóll og Höttur mættust í 10. umferð Subway-deildarinnar í Síkinu í gærkvöldi. Liðin voru með jafn mörg stig fyrir leikinn en Stólarnir náðu upp hörkuvörn og þó svo að þeir hafi aldrei náð að stinga Austlendingana af þá ógnuðu gestirnir ekki forystu heimamanna verulega. Eftir að hafa leitt með 15 stigum í hálfleik þá urðu lokatölur 83-71.
Meira

Þríhöfði í Síkinu

Það verður þríhöfði í Síkinu í dag og vart þverfótað fyrir Austlendingum á Króknum þar sem þrjú lið Hattar á Egilsstöðum mæta heimamönnum í Tindastóli. Veislan hefst klukkan fjögur í dag og lýkur ekki fyrr en um ellefu leytið í kvöld. Um er að ræða viðureign meistaraflokka liðanna í Subway-deildinni og leiki 9.flokks drengja og ungmennaflokks drengja.
Meira