Sterkt stig til Húnvetninga
Engin mörk voru skoruð í leik Kormáks Hvatar og Ægis í 2. deildinni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. föstudasgkvöld. Fyrir leikinn var Ægir í 4. sæti með ellefu stig og Kormákur Hvöt í 9. sæti með sjö stig. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið sterkt og mikilvægt stig sem Húnvetningar kræktu í fyrir austan fjall.
Jafnteflið gerði lítið fyrir Ægi sem situr áfram í 4. sæti eftir leikinn en Kormákur Hvöt lyftir sér upp í 8. sæti deildarinnar, er með átta stig eða jafnmörg og lið Haukar en betra markahlutfall.
Næsti leikur Kormáks Hvatar er útileikur gegn Þrótti Vogum og fer hann fram sunnudaginn 23. júní klukkan 14. Lið Vogamanna er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.