Fjögur víti dæmd í fjörugum jafnteflisleik í Hveragerði
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.05.2024
kl. 21.34
Tindastólsmenn heimsóttu lið Hamars í Hveragerði í dag í 4. deildinni í fótboltanum. Stólarnir unnu fyrsta leikinn í deildinni á dögunum en lið Hamars hafði spilað tvo leiki og unnið báða. Liðin buðu upp á markaleik í dag en skiptu stigunum jafnt á milli sín eftir að dómarinn gaf báðum liðum tvær vítaspyrnur í leiknum – fjórar alls! – þar sem mögulega hefði ekki átt að dæma eina einustu. Lokatölur 3-3.
Meira