Íþróttir

Sigtryggur og Þórir í landsliðshópnum

Á heimasíðu KKÍ segir að landslið karla hefur verið kallað saman til æfinga og undirbúnings en framundan eru tveir landsleikir í nýrri undankeppni EM, EuroBasket 2025, sem hefst í næstu viku. Landsliðsglugginn stendur yfir dagana 19.-26. febrúar og leikur Ísland sinn fyrri leik í Laugardalshöllinni gegn Ungverjalandi fimmtudaginn 22. febrúar kl. 19:30 og þann síðari í Istanbúl gegn Tyrklandi sunnudaginn 25. febrúar kl. 13:00 að íslenskum tíma (16:00 að staðartíma ytra). RÚV mun sýna báða leikina beint.
Meira

Tap gegn Njarðvík

Þessi frétt verður eflaust ekki lesin af neinum þar sem fyrirsögnin segir allt sem enginn vildi heyra eða sjá eftir gærkvöldið en staðan er því miður þannig að Tindastóll tapaði gegn Njarðvík í furðulegum leik þar sem nokkrir dómar voru vafasamir. Þar sem ég er ekki vön að lasta einn né neinn segi ég ekki meir og við leyfum sögusögnum bæjarins bara að fljóta því þær hafa í þessu tilviki sannleiksgildi. 
Meira

Það er LEIKDAGUR í dag í Síkinu!

Stólarnir mæta Njarðvík í Síkinu í kvöld kl. 19:15 en dagskráin byrjar samt sem áður kl. 17:00 á Sauðá. Pavel mætir þangað í stutt spjall kl. 17:45 en grillskúrinn byrjar að dæla frá sér hömmurum kl. 18:15. Það er því um að gera að bjóða fjöllunni út af borða í Síkið hvort sem þú ætlar á leikinn eða ekki. Aldrei að vita nema það verði boðið upp á hina geisivinsælu Pavel sósu, sem mér finnst að Kaupfélagið ætti að byrja að fjöldaframleiða. Nú er bara að styðja strákana til sigurs. ÁFRAM TINDASTÓLL!
Meira

Sigurður Pétur Stefánsson genginn til liðs við Kormák/Hvöt

Hinn spræki miðjumaður, Sigurður Pétur Stefánsson, er genginn til liðs við Kormák/Hvöt frá Tindastól. Heimkoma Sigurðar er aðdáendum Kormáks/Hvatar vítt og breitt um landið mikið fagnaðarefni og bætist hann við ört stækkandi hóp heimamanna. Siggi hefur alla burði til að verða lykilmaður á miðjunni í sumar og hjálpa Kormáki/Hvöt að ná markmiðum sínum í 2. deildinni. Frá því að hann lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Kormák/Hvöt á 15. aldursári, árið 2018, hefur hann safnað í sarpinn 88 leikjum í meistaraflokksbolta, flesta þeirra með Tindastól, en þar var hann meðal annars valinn leikmaður ársins í fyrra.
Meira

Axel Arnarsson að gera góða hluti í pílu

Á Facebook-síðu Pílukastfélags Skagafjarðar segir að fyrsta umferð DARTUNG, mótaröð fyrir börn og unglinga á aldrinum níu til átján ára, fór fram í aðstöðu Pílufélags Kópavogs í íþróttamiðstöðinni Digranesi laugardaginn 10. febrúar. Pílukastfélag Skagafjarðar átti þar tvo fulltrúa, Axel Arnarsson og Kjartan Arnarsson. Nýtt met var slegið í skráningum en 40 börn og unglingar tóku þátt í þessu fyrsta móti ársins en 2. umferð fer fram 6. apríl í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri. Bæði Kjartan og Axel stóðu sig mjög vel en Axel Arnarsson keppti í drengjaflokki 14-18 ára og gerði sér lítið fyrir og fór alla leið í úrslit og endaði í 2. sæti. Það var Dalvíkingurinn Ægir Eyfjörð Gunnþórsson sem sigraði Axel Arnarsson 4-2 í úrslitaleiknum en til gamans má geta að þetta er fyrsta mótið hans Axels. 
Meira

Sterkur kjarni Kormáks/Hvatar styrkist enn

Á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að varnar- og miðjumaðurinn Ernir Freyr Guðnason hafi fengið félagaskipti yfir í Kormák/Hvöt.
Meira

Útileikur í kvöld hjá Meistaraflokki karla á móti Stjörnunni kl. 19:15

Jesús minn - hvernig er hægt að gleyma því að það sé leikur í kvöld... Mér tókst það næstum því. En Meistaraflokkur karla á leik við Stjörnuna og verður spennandi að fylgjast með vini okkar, honum Keyshawn Woods, í sínum fyrsta leik fyrir Tindastól á þessu tímabili.
Meira

Tindastóll mætir Álftanesi í VÍS-bikarnum

Dregið var í 4-liða úrslitum í VÍS-bikarnum sl. mánudag en í pottinum voru Tindastólsmenn ásamt Álftanesi, Keflavík og Stjörnunni.
Meira

Kormákur/Hvöt semur við Negue Kante

á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að skrifað hefur verið undir samning við fransk-malíska varnarmanninn Negue Kante, sem væntanlegur er í Húnaþing á vormánuðum. Kante spilar stöðu miðvarðar, er örvfættur og 191 sentímetrar á hæð.
Meira

Meistaraflokkur kvenna sótti tvö stig í Skógarselið um helgina

Sl. laugardagskvöld sótti meistaraflokkur kvenna í Tindastól tvö stig í Skógarsel í Reykjavík þegar þær mættu ÍR-ingum, lokastaðan í leiknum var 56-87.
Meira