Stólarnir skelltu Sandgerðingum
Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Reynis Sandgerði á Sauðárkróksvelli en leikið var í Fótbolta.net-bikar neðri deildar liða. Stólarnir spila sinn deildarbolta í 4. deildinni eins og margir vita en Sandgerðingar tefla fram liði í 2. deild. Það hefði því mátt ætla að á brattann yrði að sækja fyrir heimamenn en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan 2-0 sigur.
Sandgerðingar fóru upp úr 3. deildinni síðastliðið sumar en þá enduðu þeir efstir í 3. deildinni, hænufeti á undan spræku liði Húnvetninga. Reynismenn hafa hins vegar ekki byrjað veru sína í 2. deild vel og hafa strögglað.
Fyrra mark leiksins gerði David Bjelobrk á 36. mínútu og strax eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik bætti Addi Ólafs við öðru marki Tindastóls og þar við sat.
Liðið hefur því tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum Fótbolta.net-bikarsins en dregið verður í þau á morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.