Þjálfarasnilli Jose Costa vekur athygli
Vinnubrögð Jose Costa, þjálfara mfl. Tindastóls, hafa vakið athygli. Í myndskeiði frá Körfuboltakvöldi Stöðvar 2, birt á vísi.is, má sjá Jose Costa stilla upp í frábæru leikkerfi í leik liðsins gegn Keflavík á föstudaginn sem endaði með fullorðins troðslu frá Myron Dempsey.
„Það er svo mikil nákvæmni í þessum fyrirmælum. Íslenskir þjálfarar geta lært af þessu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í þættinum.
„Þetta á að vera í þjálfarabókum hvernig á að sprengja upp varnir. Hann fagnar og hann veit að hann á þetta,“ sagði Kjartan ennfremur og tóku sérfræðingar þáttarins tóku undir það.
„Þú ert með reynda leikmenn sem kunna að gera þetta og leikmennirnir hlustuðu greinilega á hann. Það hefði verið auðvelt fyrir leikmann að gleyma sér þarna,“ sagði Fannar Ólafsson.
Myndskeiðið má sjá hér á Vísi.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.