Stórleikur í Síkinu
Íslandsmeistarar KR mæta í Síkið fimmtudagskvöldið 3. mars og etur kappi við lið Tindastóls í Dominos-deildinni í körfu. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Stólana sem stefna á að næla sér í heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina sem hefst 17. mars. Nú verða því allir að mæta í Síkið og styðja Stólana til sigurs.
Það verður því mikið undir og margt í gangi á meðan á leik stendur. Í fyrra bauð K-tak áhorfendum á heimaleikinn gegn KR en að þessu sinni hefur K-tak ákveðið að styrkja körfuknattleiksdeild Tindastóls hressilega fyrir þennan leik en þó með öðrum hætti.
Í hálfleik fá allir yngir iðkendur sem æfa körfuknattleik með félaginu afhentar íþróttatöskur frá Pacta og Motus og eru því foreldrar hvattir til að mæta með krökkunum og skapa góða stemningu.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og stuðningsmenn Tindastóls eru hvattir til að mæta tímanlega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.