Molduxamót á morgun

Frá Molduxamóti 2006. Mynd: Molduxar.is
Frá Molduxamóti 2006. Mynd: Molduxar.is

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið á morgun laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Keppt verður í þremur riðlum í aldursflokkum 40+ og 30+. Alls keppa tólf lið á mótinu sem koma alls staðar að af landinu.

Liðin eru: Skotfélagið og Snobbarar Akureyri, Kormákur Hvammstanga, Valur/Fram Reykjavík, Skotmói Kópavogi, Smári Varmahlíð, Team Borg með bækistöðvar á Sjávarborg, Fsu Selfossi, Staukar Hafnarfirði, Dvergar og Molduxar Sauðárkróki. Molduxar eru með brattara lagi þar sem þeir senda lið í sitthvorn aldursflokkinn.

Skagfirðingar og nærsveitamenn eru hvattir til að líta inn og sjá hvernig á að leika alvöru körfubolta.

Sjá nánar á heimasíðu Molduxa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir