Krækjur með gull
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.05.2017
kl. 14.15
42. öldungamót Blaksambands Íslands var haldið í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Markmið mótanna er einfalt eins og stendur í fyrstu grein reglugerðar þess, „... að útbreiða blakíþróttina, stuðla að framförum í tækni og viðhalda getu keppenda. Mótið skal vera vettvangur jákvæðra samskipta milli blaköldunga af öllu landinu með leikgleðina að leiðarljósi.“
Stúlkurnar í Krækjunum á Sauðárkróki létu sig ekki vanta frekar en áður og sendu tvö lið í sitthvora deildina. B lið Krækja lönduðu 5. sætinu í 7.deild en A liðið sigraði fimm leiki af sex í 3. deildinni og stóð uppi sem sigurvegarar. Vel gert.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.