Íþróttir

María óheppin í svigkeppni dagsins

Í dag keppti María Finnbogadóttir í svigi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana en var óheppin og lauk ekki keppni. Félagar hennar, Katla Björg Dagbjartsdóttir, varð hins vegar í 18.sæti með tímann 1:55.28 og Harpa María Friðgeirsdóttir í því 26. með tímann 2:01.42. Sigurvegari dagsins var Nika Tomsic frá Slóveníu með tímann 1:48.64.
Meira

Strákarnir lutu í parket gegn KR

Það var bikarhelgi í körfunni um helgina og eitt lið frá Tindastóli hafði tryggt sér réttinn til að spila til úrslita. Það var unglingaflokkur karla sem fékk það verkefni að takast á við Vesturbæjarstrákana úr KR og því miður fóru okkar kappar flatt, töpuðu 73-111 í leik sem þeir vilja sennilega hugsa sem minnst um.
Meira

María í 19. sæti í stórsvigi

Keppni var að ljúka í stórsvigi stúlkna fæddar 1999 - 2000 á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana. Meðal þeirra sem öttu kappi í dag var María Finnbogadóttir frá Sauðárkróki og náði hún glæsilegum árangri er hún varð í 19. sæti af 53 keppendum. Tími Maríu var þriðji besti tíminn í hennar árgangi.
Meira

Guðmundur sigurvegari á Bikarsyrpu

Fjórða mótið af fimm í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur fór fram um helgina þar sem um 30 stórefnilegir skákkrakkar kepptu ýmist í opnum flokki eða stúlknaflokki. Í opna flokknum voru keppendur 25 talsins og hluti þeirra að spreyta sig í fyrsta sinn í Bikarsyrpunni ásamt þeim sem reyndari voru. Meðal keppenda var Skagfirðingurinn Guðmundur Sveinsson og stóð hann uppi sem sigurvegari kvöldsins.
Meira

María Finnbogadóttir á Vetrarólympíuhátíð

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar. Ísland á sem fyrr keppendur á leikunum, nú í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbretti. Keppendur á leikunum eru á aldrinum 14 til 18 ára, þátttökuþjóðir eru 34 og þátttakendur eru um 1200. Meðal keppenda er Skagfirðingurinn María Finnbogadóttir sem keppir í Alpagreinum.
Meira

Unglingaflokkur Tindastóls leikur til úrslita í Maltbikarnum

Drengirnir í unglingaflokki karla hjá Tindastól standa í eldlínunni í Laugardalshöllinni nk. sunnudag þar sem þeir leika til úrslita í Maltbikarnum gegn KR. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur á RÚV. Undanúrslit meistaraflokka karla og kvenna fóru fram í gær og fyrradag og fara úrslitaleikirnir fram á morgun. Í dag fara fram tveir leikir, 10. flokkur stúlkna og drengjaflokkur og á sunnudaginn 9. flokkur drengja, 10. flokkur drengja, unglingaflokkur kvenna, unglingaflokkur karla og 9. flokkur stúlkna.
Meira

Bergmann nýr formaður knattspyrnudeildar

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls sem haldinn var í gær var Bergmann Guðmundsson kjörinn nýr formaður deildarinnar. Tók hann við af Ómari Braga Stefánssyni sem gegnt hefur stöðunni sl. 25 ár. Bergmann er bjartsýnn á framtíðina og segir starfið leggjast vel í sig.
Meira

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls í dag

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn í dag 6. febrúar kl. 17:30 á skrifstofu Tindastóls að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Ljóst er að nýr formaður verður yfir deildinni eftir fundinn þar sem Ómar Bragi Stefánsson, gefur ekki kost á áframhaldandi setu á formannsstóli.
Meira

Þóranna Ósk sigraði í hástökki og setti héraðsmet

Frjálsíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games 2017 fór fram í Laugardalshöllinni sl. laugardaginn 4. febrúar. Um var að ræða boðsmót, þar sem fremsta frjálsíþróttafólki Íslands var boðið til keppni, auk valinna erlendra keppenda. Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason voru meðal keppanda.
Meira

Frábær liðssigur Tindastólsmanna

Tindastóll og Keflavík mættust í hörkuleik í Síkinu í gærkvöldi. Það var skarð fyrir skildi að í lið Stólanna vantaði Chris Caird, sem á í hnémeiðslum, og óttuðust sumir stuðningsmanna liðsins hið versta, enda spilamennskan ekki verið upp á það besta í janúar. Lið Tindastóls spilaði hins vegar hörku vörn allan leikinn og uppskar á endanum sanngjarnan sigur. Lokatölur 86-77.
Meira