Íþróttir

Rennblautur og dýrmætur baráttusigur Tindastólsmanna

Tindastóll og Víðir mættust á Sauðárkróksvelli í dag í úrhellisrigningu en logni. Leikurinn var mikilvægur báðum liðum; Stólarnir vildu reyna að fjarlægjast botnbaráttuna en Víðismenn sáu glitta í sæti í 1. deild að ári. Leikurinn var fjörugur og þegar upp var staðið var búið að sækja boltann sex sinnum í mörkin en ferðir Víðismanna reyndust fleiri. Þetta var ekki góður dagur fyrir Ísland á körfubolta- og fótboltavellinum en fínn fyrir Stólana. Lokatölur 4-2 fyrir Tindastól.
Meira

Finnbogi og Friðrik semja við Stólana

Það er greinilegt að uppskeran ætlar að verða góð þetta haustið hjá stjórn körfuboltadeildar Tindastóls því blekið er vart þornað á samningi Helga Freys þegar fréttir berst frá Sjávarborg af því að tveir snillingar í viðbót hafa ritað nöfn sín á samningsblöð. Þetta eru hestasveinarnir, Finnbogi Bjarnason og Friðrik Þór Stefánsson.
Meira

Hákon Ingi Rafnsson endaði í 3. sæti í lokamóti Íslandsbankaraðarinnar

Lokamót Íslandsbankamótaraðar barna og unglinga fór fram um síðustu helgi á golfvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG ) á Leirdalsvelli. Keppt var í flokkum frá 14 ára og yngri og upp í 21 árs aldur. Golfklúbbur Sauðárkróks átti þrjá þátttakendur á þessu móti.
Meira

Grátlegt jöfnunarmark Vestra fyrir vestan

Baráttan í 2. deildinni í knattspyrnu heldur áfram og Tindastólsmenn voru nálægt því að krækja í öll þrjú stigin sem í boði voru gegn Vestra á Ísafirði á laugardaginn. Vestfirðingarnir tóku hins vegar upp á því að jafna leikinn á 94. mínútu og liðin fengu því sitt stigið hvort. Lokatölur 2-2.
Meira

Stelpurnar féllu um deild

Stólastelpur fengu Sindra frá Höfn í Hornafirði í heimsókn sl. laugardag í 1. deildinni í fótbolta og dugði þeim ekkert annað en sigur og hagstæð úrslit annarra leikja til að halda sér uppi. Ekki voru happadísir með Stólunum sem töpuðu leiknum 2-4.
Meira

Stólastelpur berjast fyrir veru sinni í 1 .deild

Stelpurnar í Tindastól fá Sindra á Hornafirði í heimsókn á Krókinn í dag og hefst leikur klukkan 14:00. Ekkert annað en sigur dugar Stólastelpum ætli þær að halda sé í deildinni. Nú þurfa Króksarar að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum. Stólar eru í 10. sæti, sem er jafnframt botnsætið, með 8 stig eftir 15 leiki en Víkingur Ólafsvík hefur 11 stig eftir 16 leiki þannig að Stólar geta jafnað Víking með sigri. Í 7.-8. sæti sitja Hamrarnir og Sindri með 16 stig en Sindri eftir 15 leiki líkt og Stólar.
Meira

Helgi Freyr klár í slaginn

Eftir gott sumarfrí er blekið aftur farið að streyma úr pennanum hjá formanni körfuboltadeildar Tindastóls, Stefáni Jónssyni en reynsluboltinn, Helgi Freyr Margeirsson, ritaði nafn sitt á samning í dag. Í vor fékk penninn að dansa um í stássstofunni á Sjávarborg en Stefán segir að að þessu sinni hafi verið kvittað undir í Barmahlíð 5 á Sauðárkróki þar sem Borgarstjórinn var upptekinn við vinnu.
Meira

Góður árangur Skagfirðinga á Akureyrarmóti UFA í frjálsum

Helgina 12.- 13. ágúst var Akureyrarmót UFA í frjálsum íþróttum haldið á Þórsvelli. Rúmlega eitt hundrað keppendur mættu lit leiks, þar af voru 12 Skagfirðingar á ýmsum aldri og er óhætt að segja að þeir hafi staðið sig mjög vel. Af árangri þeirra var þetta helst að frétta:
Meira

Júdóhelgi í Skagafirði

Helgina 11. til 13. ágúst síðastliðinn tók Júdódeild Tindastóls á móti gestum frá Linköping og Stokkhólmi í Svíþjóð, Júdódeild Ármanns í Reykjavík og júdófélögum á Norðurlandi. Um var að ræða framhald af heimsókn Júdódeildar Ármanns og Júdódeildar Tindastóls til júdófélagsins Linköping Judo í Svíþjóð frá því í fyrrasumar. Að þessu sinni voru það Svíarnir sem komu til Íslands og auk júdófólks frá Linköping bættust við iðkendur úr júdófélaginu IK Södra Judo frá Stokkhólmi. Samtals tuttugu krakkar og fjórtán fullorðnir.
Meira

Sigur, tap og jafntefli um helgina

Það var mikið um að vera á fótboltasviðinu um helgina hjá meistaraflokksliðunum á Norðurlandi vestra. Tindastóll krækti í dýrmæt stig með stórsigri á Hetti og kom sér þar með í 7. sæti 2. deildar með 21 stig, jafnmörg og Höttur sem er sæti neðar með lakara markahlutfall. Stólastelpur þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Víkingi Ólafsvík og eru í bullandi fallhættu, Kormákur/Hvöt tapaði líka gegn Árborg en Drangey lék tvo leiki og náði fjórum stigum úr þeim.
Meira