Finnbogi og Friðrik semja við Stólana

Samningar handsalaðir í stássstofunni á Sjávarborg eftir að Finnbogi og Friðrik Þór höfðu skrifað undir.
Samningar handsalaðir í stássstofunni á Sjávarborg eftir að Finnbogi og Friðrik Þór höfðu skrifað undir.

Það er greinilegt að uppskeran ætlar að verða góð þetta haustið hjá stjórn körfuboltadeildar Tindastóls því blekið er vart þornað á samningi Helga Freys þegar fréttir berst frá Sjávarborg af því að tveir snillingar í viðbót hafa ritað nöfn sín á samningsblöð. Þetta eru hestasveinarnir, Finnbogi Bjarnason og Friðrik Þór Stefánsson.

Þeir Finnbogi og Friðrik hafa átt ágætu gengi að fagna hjá Tindastóli undanfarin misseri, ekki síst í ungmennaflokkum. Þeir hafa einnig átt dýrmætar mínútur með meistaraflokki og oftar en ekki nýtt þær vel. Þeir kumpánar eru ungir að árum, Friðrik fæddur 1995 og Finnbogi 1996, og eiga bara eftir að verða betri og mikill fengur í þessum drengjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir