Íþróttir

Eftirvænting á Hvammstanga

Mikil eftirvænting ríkir nú á Hvammstanga og ekki að ástæðulausu því að á morgun, laugardaginn 14. október, fær Körfuknattleiksliðið Kormákur sem spilar í þriðju deild, Íslandsmeistara KR í heimsókn í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ.
Meira

Súrsætur sigur að Hlíðarenda

Tindastóll og Valur mættust á Hlíðarenda í kvöld í leik sem lið Tindastóls vann með herkjum. Leikurinn, sem átti að hefjast kl. 19:15, var færður fram til kl. 18:00 en því miður þá hóf Tindastólsliðið varla leik fyrr en einmitt kl. 19:15. Það dugði þó til sigurs því Stólarnir notuðu fjórða leikhlutann vel að þessu sinni. Lokatölur 69-73 í leik þar sem Hester var maðurinn.
Meira

Þau bestu og efnilegustu verðlaunuð

Þann 23. september síðastliðin fór uppskeruhátíð meistaraflokka Tindastóls í knattspyrnu fram. Þar voru bestu og efnilegustu leikmenn liðanna þriggja verðlaunuð. Einnig fengu markakóngur og drottning viðurkenningu. Það voru leikmenn sjálfir sem völdu besta leikmanninn en þjálfarar völdu þau efnilegustu.
Meira

Brentton naut tímans á Íslandi

„Ég hef virki­lega notið tím­ans á Íslandi og hér hef ég eign­ast vini fyr­ir lífstíð.“ Þetta seg­ir Brentt­on Muhammad, landsliðsmarkvörður eyrík­is­ins Antigua og Barbuda í Karabía­hafi, í sam­tali við mbl.is. Eins og þeir sem fylgst hafa með liði Tindastóls í fótboltanum síðustu sumur þá er hér um að ræða hinn eldhressa markvörð Stólanna sem haldið hefur samherjum sínum og dómurum á tánum með óvenjumiklum talanda úr öftustu vörn.
Meira

ÍR-ingar gáfu Tindastólsmönnum langt nef

Það var boðið upp mikla dramatík og stórundarlegan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þegar baráttuglaðir ÍR-ingar mættu til leiks og stálu sigrinum af steinhissa Stólum. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka höfðu Tindastólsmenn 22 stiga forskot en þá náðu gestirnir upp fantavörn á meðan Stólarnir gjörsamlega sprungu á limminu. Næstu fjórtán mínútur gerðu heimamenn þrjú stig á meðan ÍR-ingar settu 29 og þegar loksins kviknaði á heimamönnum þá var tíminn orðinn of naumur til að stoppa í gatið. Lokatölur 71-74 og nú er bara að vona að fall sé fararheill.
Meira

„Breiddin í liðinu hefur aukist“

Eins og allir ættu að vita, sem á annað borð fylgjast með körfunni, þá hefst Dominos-deild karla í kvöld. Stólarnir mæta liði ÍR í Síkinu og af því tilefni hafði Feykir samband við Israel Martin, þjálfara Tindastóls. Hann segist spenntur og hlakka til leiksins í kvöld með stuðningsmennina í góðum gír að venju.
Meira

Fyrsti leikurinn í körfunni er í kvöld

Það er hátíð í bæ því í kvöld hefst Dominos-deildin í körfubolta á ný. Tindastólsmenn fá sprækt lið ÍR í heimsókn og það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn Tindastóls er fyrir löngu farið að hlakka til tímabilsins. Stólarnir hafa sjaldan eða aldrei haft úr breiðari og betri hópi leikmanna að moða og væntingarnar talsverðar fyrir tímabilið, enda liðið verið að sýna góða takta nú á undirbúningstímabilinu og helstu spekingar spá liðinu góðu gengi í vetur – jafnvel mjög góðu!
Meira

Jón Gísli Eyland leikur með U17 í dag

Hinn ungi og bráðefnilegi knattspyrnumaður í Tindastól, Jón Gísli Eyland Gíslason, er í byrjunarlandsliði Íslands U17 sem mætir Finnlandi kl. 15:00 í dag. Jón Gísli er aðeins 15 ára gamall, fæddur 2002 en lék með meistaraflokki Tindastóls í sumar. U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 í dag þegar liðið mætir Finnlandi, en leikið er í Finnlandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Önnur lið í riðlinum eru Rússland og Færeyjar.
Meira

Jón Stefán næsti þjálfari meistaraflokks kvenna

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur gengið frá ráðningu Jóns Stefáns Jónssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna næsta tímabil. Jón Stefán var, árið 2014, ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Tindastóls en sú ráðning gekk til baka. Jón Stefán kemur frá Val úr Reykjavík þar sem hann var í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og yngri flokka.
Meira

Sigur í rennblautum leik á Seyðisfirði - Myndband

Knattspyrnulið Tindastóls endaði tímabilið í 2. deildinni með blautum sigri á Seyðisfirði sl. laugardag er Huginn var heimsóttur. Vallaraðstæður voru ansi slæmar þar sem völlurinn var rennandi blautur og í raun hættulegur. Það fór þó þannig að sjö mörk voru skoruð og fóru Stólarnir með sigur af hólmi og öll stigin heim.
Meira