Íþróttir

Brandon Garrett leysir Hester af hólmi

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið til næstu þriggja mánaða við Bandarískan leikmann að nafni Brandon Garrett. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi þess að leikmaður félagsins Antonio K. Hester meiddist og gefa læknar honum 2-3 mánuði að ná sér að fullu.
Meira

Hester ökklabrotinn og gæti verið frá í þrjá mánuði

Eins og flestir stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls vita þá varð Antonio Hester, erlendur leikmaður Stólanna, fyrir slæmum meiðslum í sigurleiknum gegn liði Keflavíkur í gærkvöldi. Kappinn gat ekki stigið í fótinn eftir að hann virtist snúa sig en nú er komið í ljós að meiðslin voru alvarlegri en fyrst var talið því Hester er ökklabrotinn.
Meira

Pétur með stjörnuleik í Keflavíkinni

Tindastólsmenn tóku rúntinn suður í Keflavík í gær og léku á alsoddi gegn gestrisnum heimamönnum. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og lið Tindastóls mætti með fullan tank af baráttu og góðum liðsanda. Þeir höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og eftir að Hester varð frá að hverfa vegna meiðsla um miðjan annan leikhluta þá stigu menn bara upp og léku gestgjafana grátt. Lokatölu 88-97 fyrir Tindastól.
Meira

Stólarnir drógust gegn ÍR í Maltbikarnum

Dregið var í átta liða úrslit Maltbikarsins í höfuðstöðvum KKÍ í hádeginu í dag. Lið Tindastóls var að sjálfsögðu í hattinum eftir glæsilegan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gær. Líkt og í fyrri umferðum dróst lið Tindastóls gegn úrvalsdeildarliði en Stólarnir mæta ÍR-ingum og verður spilað í Síkinu annað hvort 10. eða 11. desember.
Meira

Krækjur unnu alla sína leiki

Um helgina fór fram fyrsta umferðin í deildakeppni Íslandsmótsins í blaki á Siglufirði og í Kórnum í Kópavogi. Krækjurnar á Sauðárkróki gerðu góða ferð til Siglufjarðar, kepptu í 3. deildinni og unnu alla sína leiki
Meira

Stólarnir rúlluðu Valsmönnum upp á Hlíðarenda

Tindastóll og Valur áttust við í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld og var leikið á Hlíðarenda. Stólarnir léku vel í kvöld og náðu strax ágætri forystu. Valsmenn reyndu að klóra sig inn í leikinn fyrir hlé en Stólarnir gáfu ekkert eftir og síðan var bara sýning í síðari hálfleik. Sigtryggur Arnar og Hester voru frábærir í leiknum með alls 66 stig en lokatölur voru 70-104.
Meira

Ætla að laga vörumerkið „Knattspyrnudeild Tindastóls“

Knattspyrnudeild Tindastóls vinnur nú að því að breyta allri umgjörð yngriflokkastarfs félagsins og hafa þrír þjálfarar verið ráðnir í fullt starf til að sjá um verkefnið. Markmið deildarinnar er að bæta allt barna- og unglingastarf félagsins félaginu til heilla. Bergmann Guðmundsson, formaður deildarinnar, segir að klúbburinn verði að vera sýnilegri og gera þurfi vörumerkið „fótbolti á Króknum“ betra en það hefur verið í augum fólks hingað til.
Meira

Sterkur sigur Stólanna á Haukum í hörkuleik

Tindastóll og Haukar mættust í fjörugum og sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld og líkt og vanalega þegar þessi lið mætast þá var leikurinn æsispennandi fram á lokamínútu leiksins þegar molnaði undan sóknarleik gestanna sem settu síðan Sigtrygg Arnar ítrekað á vítalínuna þar sem kappinn feilaði ekki, setti niður sex víti á síðustu mínútunni. Það var síðan Cairdarinn sem innsiglaði sigur Tindastóls með flautuþristi. Lokatölur 91-78.
Meira

Haukar mæta í Síkið í kvöld

Fimmta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld. Tindastólsmenn verða heima í Síkinu og mæta þar sprækum Haukum og hefst leikurinn kl. 19:15 og stuðningsmenn Stólanna eru að sjálfsögðu hvattir til að fjölmenna. Stólarnir eru efstir í deildinni með jafnmörg stig og KR, Keflavík og ÍR, með sex stig eftir fjóra leiki. Haukar eru síðan í þéttum pakka liða sem unnið hafa tvo leiki og tapað tveimur.
Meira

Skákþing Skagafjarðar 2017

Skákþing Skagafjarðar 2017 hefst miðvikudaginn 8. nóv. næstkomandi kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki. Tefldar verða fimm umferðir eftir Monradkerfi og verða tímamörkin 90 mínútur á hverja skák, auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
Meira